Norðurljósið - 01.01.1986, Page 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Hann segir: „Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver
heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn
til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með
mér.“ Op. 3. 20.
Þetta er hin háleita hugsjón Ástjarnarstarfsins, að orði
Guðs verði sáð í hjartnanna reit, og það er ósk mín og bæn að
þetta góða sæði megi bera ríkulegan ávöxt. Því að Guð segir:
„Son minn, gef mér hjarta þitt.“
Jógvan Purkhús.
Kvæði
Sumarið 1950 orti Pétur Björgvin Jónsson eftirfarandi kvæði
fyrir Maríu dóttur sína, en hún vann mikið og óeigingjarnt
starf á Ástjöm.
í höfuð á henni er Maríubúð nefnd, en það var alltaf
draumur hennar að sér svefnskáli risi á Ástjörn.
Við Ástjörn er yndi og unað að fá,
umhverfið laðar með fjöllin sín blá,
og fuglarnir glaðir þar kvaka á kvist,
þeir kveða um Guðs handleiðslu síðast og fyrst.
Við Ástjörn er fegurð og friður og ró,
við förum á göngu um hinn laufprúða skóg,
og hjartað af fögnuði fyllist við það
að finna Guðs nálægð á sérhverjum stað.
Ástjöm, ó, Ástjörn við unum hjá þér,
og aldrei þín minning úr huga okkar fer.
Er vetrarins hörkur og vindar oss þjá,
vorblíðu njótum í anda þér hjá.