Norðurljósið - 01.01.1986, Page 22
22
NORÐURIJÓSIÐ
Eg sótti um vinnu hjá landmælingunum, sem einmitt á
þeim tíma voru að kortleggja Skotland. Ég var ráðinn og mér
var heitið hækkun í starfinu og sérþjálfun á skóla í Wool-
wich, með þeim skilmálum, að ég undirritaði sjö ára samn-
ing. Ég var flokksforingjanum mjög þakklátur, en sagðist
ekki geta bundist þannig í sjö ár, en þriggja eða fjögurra ára
samning væri ég fús að rita undir.
Hann sagði æstur: „Hvað? Ætlar þú að hafna tilboði sem
margur herramannssonurinn mundi vera stoltur af að
Þig£ja?“
Ég svaraði kurteislega: „Líf mitt er heitið öðrum meistara,
þannig að ég get ekki bundið mig í sjö ár.“
Hann spurði hranalega: „Hvaða meistara?"
P. S. tók saman.
Drengurinn sem lá fyrir dauðanum
Götusóparinn Harald Merns stóð dag einn í djúpum hugs-
unum og horfði niður í malbikið, meðan hann studdi sig við
sópinn. Kringum hann streymdi fólkið fram og aftur en hann
skipti sér ekki af því. Hann hafði í mörg ár haft þetta starf.
Það byrjaði með þv*> að hann missti það starf er hann áður
hafði haft, vegna dvínandi starfsorku. Hann reyndi lengi að
fá vinnu, sem honum hentaði og á endanum hafði hann
fengið þcssa. Og dag eftir dag, sumar og vetur, var hann úti.
Enginn talaði við hann. Sjaldan heyrði hann meira en eitt
stutt „Góðan daginn" eða álíka og enginn kærði sig heldur
um að heyra hvað þessi dapri maður hefði að segja — nema
bæjartrúboðinn, sem hann mætti á hverjum degi. Hvað eftir
annað reyndi hann að tala við þennan götusópara en hann
virtist ekki hafa áhuga á því. Það endaði með því, að trú-
boðinn gafst upp. En einn morgun var það eitthvað í sam-
bandi við þennan mann sem fékk trúboðann til að stansa og
reyna einu sinni enn að ná tali af honum.