Norðurljósið - 01.01.1986, Blaðsíða 90
90
NORÐURIJÓSIÐ
„Heyrðu, heyrðu, þetta er skrítin röksemd — talaðu út,
drengur minn.“
„Neita ekki foreldrarnir stundum barninu sínu um það
sem mundi ekki gera þeim nokkurn skaða? Ég meina, hvort
þeim geti ekki skjátlast?“
„Jæja, Friðrik, foreldrarnir gera stundum mistök, en ég
held að þau hafi miklu oftar rétt fyrir sér en börnin þeirra.“
„En pabbi.“
„Haltu áfram.“
„Ef ég skyldi nú vilja leika mér, en þú vildir ekki leyfa mér
það, gæti ég þá verið hamingjusamur?“
„Mundir þú verða hamingjusamur ef þú færir að leika þér
án míns leyfis?“
„Ég mundi ekki verða lengi hamingjusamur.“
„Jafnvel ef ég hugsaði að það væri rangt að halda þér frá
að leika þér, mundir þú verða hamingjusamur með því að
óhlýðnast mér?“
„Nei, pabbi.“
„Þú sérð að marga aðra hluti þarf til að gjöra þig ham-
ingjusaman auk þess að hafa þinn eigin veg. Þú mátt ekki
halda að við móðir þín viljum hindra þig í að leika þér í dag,
vegna þess að okkur líki ekki að sjá þig kátan, heldur vegna
þess að það var ekki hin besta leið til að gera þig hamingju-
saman.“
Skömmu eftir þetta fóru Friðrik og Lúcía til að dvelja eina
viku hjá Tomlinson fjölskyldunni.
Við morgunverð fyrsta morguninn eftir að þau komu heim
aftur, lýstu þau yfir að það hefði ekki verið neitt gaman, því
að Harry og María hefðu verið svo ráðrík og smámunasöm,
að þau væru glöð að komast í burtu.
„Og hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því, að þessi börn
foreldra sem uppfylla allar óskir þeirra, eru svo óánægð og
þau eru svo óþægileg í umgengni?“ spurði faðir þeirra.
„Ég veit ástæðuna, pabbi, það sem þú sagðir mér um
daginn, hefir gjört það alveg ljóst fyrir mér. Ég held ekki að
ég muni óska þess aftur að fá að ráða.“
„Ekki ég heldur,“ sagði Lúcía. „Ég vildi ekki vera eins
óánægð eins og María Tomlinson, hvað sem í boði væri.“