Norðurljósið - 01.01.1986, Blaðsíða 155
NORÐURIJÓSIÐ
155
maður á kné í vagninum og sagði: „Guð blessi þig dr.
Doddridge! Hver einasta taug og æð hjarta míns elskar þig
fyrir það að þú reyndir til að bjarga mér.“
írlendingur þessi var þakklátur manni þeim, sem vildi
bjarga lífi hans, þó hann fengi því ekki áorkað, en margir
heyra sögu krossins, kærleikssögu Jesú Krists, en láta sér það
ekki til hjarta ganga og gefa Kristi og píslum hans alls engan
gaum. Þegar menn heyra um kærleika Krists, og allt hvað
hann leið þeirra vegna, ætti það að gagntaka hvers manns
hjarta, og þeir ættu að segja við Krist: Hver einasta taug og
æð hjarta míns elskar þig fyrir að þola háðung, píslir og
krossdauða, svo ég mætti lifa.
Undir merkinu
(Eftir Moody)
Englendingur nokkur, sem flutti sig búferlum til Ameríku fór
tveim árum síðar til eyjarinnar Cubu, sem þá var undir stjórn
Spánverja. Skömmu síðar hófst þar ófriður (1867) og þrátt
fyrir það þó maður þessi væri saklaus, hugðu Spánverjar að
hann væri njósnari. Þeir tóku hann því höndum, og vörpuðu
honum í fangelsi. Síðan var hann leiddur fyrir herrétt og
dæmdur til að skjótast. En hann fékk komið orðum til hinna
ensku og ameríkönsku ræðismanna, svo þeir rannsökuðu
málið frekar og komust að raun um að maðurinn væri sak-
laus, og gengu til hinna spönsku yfirvalda og fyrirbuðu þeim
áð skjóta manninn. En hinir svöruðu: „Vér höfum yfirheyrt
hann, og eftir vorum lögum er hann dauðasekur.“
Aftökudagurinn rann upp. Maðurinn var fluttur ásamt
líkkistunni þangað sem búið var að taka honum gröf. Her-
mennirnir stóðu reiðubúnir til að skjóta hann, en biðu skip-
unar. í sömu svipan ók vagn að hinum dauðadæmda manni
og ræðismennirnir stigu út úr vagninum. Þeir sveipuðu
manninn hvor um sig fána þjóðar sinnar og sögðu svo við