Norðurljósið - 01.01.1986, Side 74

Norðurljósið - 01.01.1986, Side 74
74 NORÐURIJÓSIÐ hann gat mælt með fjórum drengjum í stöður og fyrir næstu helgi höfðu þeir fengið atvinnu. Einn af þessum gæfusömu umsækjendum var vinur okkar Dick. Gleði hans yfir breytingunni og hið mikla þakklæti hans til síns kæra kennara var takmarkalaus. „Þér herra,“ sagði hann, „eruð hinn eini vinur, sem ég hefi nokkurn tíma eignast á ævi minni.“ „Jæja, Dick,“ sagði herramaðurinn, „vertu iðinn, góður drengur, vinn þú að verki húsbónda þíns eins og þú ættir það sjálfur. Varaðu þig á því að fylgja vondum félögum eða hinum eigin vondu venjum þínum, og mundu að ég er vinur þinn ævilangt. Og Dick, ef þú vilt láta Biblíuna vera Ieið- beinanda þinn mun Guð einnig vera vinur þinn.“ „Jæja, herra,“ sagði Dick og strauk í burtu tár. „í sannleika sagt, þá held ég að það sé einkennilegt að Guð almáttugur skuli hugsa um svo spilltan náunga eins og mig, en einhvern veginn líkar mér ekki að tala mikið um þessa hluti, þér sjáið herra að það gæti litið út eins og hræsni.“ Kennarinn las þá hin fögru orð Jesú, „Ég er ekki kominn til þess að kalla réttláta, heldur syndara til iðrunar,“ og minnti hann á lexíuna af glataða syninum, sem þeir höfðu nýlega haft. Hann gaf honum mörg góð ráð um hvernig hann ætti að haga sér í nýju stöðunni og svo skildu þeir. Dick sýndi, að þessi gæska og þessi fræðsla hafði ekki orðið til ónýtis fyrir hann. Hann uppfyllti allar skyldur sínar sem sendisveinn svo vel, að húsbóndi hans var ánægður með hann og bauðst til að hækka laun hans eftir fárra mánaða reynslu. Sunnudag einn dvaldi Dick lengur eftir að hinir drengirnir voru farnir, þegar skólinn var úti. Hann langaði til að tala einkamál við kennara sinn. „Jæja, Dick,“ sagði sá síðarnefndi, „hvað er að? Þú lítur út eins og þú sért í erfiðleikum.“ „Ó, herra, ég get aldrei dugað til þess að vera sendisveinn.“ „Nú hvers vegna ekki, Dick? Húsbóndi þinn sagði mér fyrir aðeins fáum dögum, hvað þetta gengi vel hjá þér.“ „Ó, en húsbóndi minn veit ekki. Sannleikurinn er, herra, að ég er svo lengi búinn að ganga vonda vegi, að þeir halda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.