Norðurljósið - 01.01.1986, Blaðsíða 99
NORÐURI.JÓSIÐ
99
biðja mánuðum, jafnvel árum, saman, og allt virðist von-
laust. Þú kemur í bænum þínum með mann þinn eða barn til
Krists, og í stað breytingar til batnaðar, þá virðist um tíma
verða breyting til hins verra. En minnstu þess samt, að það
var einmitt þá, þegar útlitið var vest, að Drottinn Jesús sagði:
„Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“
Það má vera, að hann vilji láta okkur sjá, ennþá skýrara en
við höfum skynjað áður, hve vonlaust er um málefni okkar til
þess að við getum því ljósara skilið mikilleik þeirrar misk-
unnar, sem við viljum öðlast hjá honum.
Þegar talað er út af þessum texta, þá ætti að réttu lagi að
heimfæra hann upp á þann, sem er að biðja fyrir öðrum, því
að Drottinn sagði þessi orð við föður, sem var að biðja fyrir
syni sínum. En sama meginregla gildir alls staðar, svo að ég
bið þá, sem eru að biðja fyrir sjálfum sér, að taka til sín svo
mikið af ræðunni, sem þeir geta, og gefi Heilagur Andi Guðs,
að hún verði við hæfi þeirra. Við skulum svo, eftir þennan
formála, fara að athuga textann.
í texta þessum kemur „ef“ tvisvar fyrir. Vesalings,
áhyggjufulli maðurinn sagði við Krist: „Ef“, og lét í ljós með
því efa sinn. „Ef þú getur nokkuð, þá sjá aumur á okkur og
hjálpa okkur.“ En þá sagði Jesús „ef“ við hann: „Ef þú getur!
Sá getur allt sem trúir.“
Við skulum þá byrja með því, að þú þarft alls ekki að efast
um Krist, hvort hann geti frelsað þig eða þann, sem þú hefur
áhyggjur af og biður fyrir. Það er í raun og veru alls ekkert
„ef“, að því er Kristi viðvíkur, þó að það sé mjög sennilegt, að
vantrú blási þér í brjóst efa um kærleika hans, kraft eða
fúsleik til að frelsa.
Það getur ekki verið nokkur efi um það, að Kristur megnar
að frelsa syndara eða gera hvað sem er. Því að í fyrsta lagi, er
Hann Guðs elskaði sonur. Uppi á snæviþöktum tindi Her-
mons, rétt áður en hann kom niður á sléttuna og mætti
mannfjöldanum, hafði Kristur ummyndast í viðurvist læri-