Norðurljósið - 01.01.1986, Blaðsíða 144
144
NORÐURI.JÓSIÐ
hafði hún þráð að sjá hann! Hún kyssti hann og sagði: „Yrtu
á hann föður þinn, vertu fyrri til að tala við hann, þá verður
allt gleymt ykkar á milli.“ „Nei, móðir,“ svaraði drengurinn,
„ég tala ekki til hans að fyrra bragði.“ Hún benti manni
sínum aftur að koma að rúminu, og tók í hönd þeirra beggja,
og neytti nú sinna þverrandi krafta hin síðustu augnablik lífs
síns, til þess að sætta þá.
Rétt í andarslitrunum, er hún gat ekki lengur mælt, lagði
hún hönd hins ósáttfúsa sonar síns í hönd föðursins — og svo
sofnaði hún. — Þeir horfðu um stund á hana þegjandi og loks
bráðnaði hjarta föðursins. Hann faðmaði son sinn að sér, og
voru þeir þá samstundis alsáttir við banabeð hinnar látnu.
Syndari! Þessi saga er aðeins lítil samlíking, er sýnir að
Guð er fús til að fyrirgefa þér vegna Krists á krossinum. Ég
bið þig að horfa á undir hans, naglaförin í höndum hans og
fótum, og síðusár hans, og ég spyr þig: „Viltu ekki sættast við
Guð?“ Postulinn segir: „ Vér biðjum því vegna Krists: Látið
yður sœtta við Guð. “ (2 Kor. 5, 20).
Breyttu eins og ég væri til!
Greifainna Sommerset fór að hugsa alvarlega um tilveru
sína, því hún var búin að sjá það að allt skraut og auðæfi
hennar megnuðu ekki að veita hjarta hennar neinn sannan
frið. En vinir hennar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, til þess
að aftra henni frá slíkum hugsunum, og með aðstoð þeirra
megnaði Satan loks að koma þeirri trú inn hjá henni, að
vafasamt væri, hvort Guð væri til. Einn dag þegar hún var á
gangi úti í blómagarði sínum, heyrði hún rödd hvísla að sér:
„Breyttu eins og ég væri til, þá muntu fá að vita að ég er til.“
Frú Sommerset fór nú að leita Krists með bæn og ákalli, og
það leið ekki á löngu, uns hún gat sagt eins pg Filippus
forðum: „ Vér höfum fundið þann sem Móse hefir ritað um í
lögmálinu og spámennirnir. “ (Jóh. 1, 46).
Frá þeirri stund sem hún fann Krist, hefir hún sýnt það
bæði í orði og verki, að hún er sannur lærisveinn frelsarans,