Norðurljósið - 01.01.1986, Blaðsíða 96
96
NORÐURI.JÓSIÐ
„Ef þú getur“
Ræða eftir C. H. Spurgeon
„Ef þú getur nokkuð, þá sjá aumur á okkur og hjálpa okkur.“
Jesús sagði við hann: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“
Mark. 9. 22-23.
Við þekkjum sennilega öll sögu þessa sveins, sem haldinn var
af mállausum anda, er þjáði hann með flogaveiki og sem
stundum kastaði honum á eld og í vatn til þess að tortíma
honum. Faðirinn ætlaði að fara með sveininn til Jesú, sem
hann hafði heyrt svo margt um, en þar eð hann var fjar-
staddur, sneri hann sér til lærisveina hans með beiðni sína.
Þeir gátu ekki læknað hann, en rétt í því kom Meistarinn
ofan af fjallinu, svo að faðirinn fór þá til hans. En áður en ég
tala um textann, skulum við gefa gaum að því, er læra má af
þessari sögu.
Aðalhugsunin, sem ég vil leggja áherslu á, er sú, að
Drottinn vill, þegar við leitum einhverrar blessunar hans, að
við gerum okkur vel ljóst, hvað það er, sem við erum í raun
og veru að biðja um. Ef þú fer til Jesú Krists til að öðlast
eitthvað, annaðhvort fyrir sjálfan þig eða aðra, þá óskar
frelsarinn þess innilega, að þú vitir, hvers þú beiðist af hon-
um. Margir biðja í blindni, flytja bænarorð, sem þeir hafa
lært hjá öðrum, án þess að hafa ljósa hugmynd um það, hver
sú blessun er sem þeir vilja fá. Frelsaranum þykir vænt um,
að við biðjum með skilningi, og að við vitum, hvers við
þörfnumst og skynjum, hvað það er, sem við viljum, að hann
geri. Þess vegna skalt þú gera þér glögga grein fyrir því, hvað
það er, sem þú ert að leita eftir. Kristur vill að við vitum og
skiljum, hvers vegna við erum að biðja hann.
Því var það, þegar maður þessi kom með bam sitt veikt, að
frelsarinn lét hann gefa lýsingu á sjúkdómnum, og með ákefð
kærleikans lýsti faðirinn út í æsar hinu illa, er þjáð hafði son
hans. Frelsarinn þurfti ekki að láta fræða sig um það, honum