Norðurljósið - 01.01.1986, Blaðsíða 92
92
NORÐURIJÓSIÐ
vort er það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt,
það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér
horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins.“
Ég þarf ekki að endurtaka allt sem hann las því ef þú vilt
fletta upp á fyrsta bréfi Jóhannesar og lesa niður til orðanna í
m'unda versi í þriðja kapítula — „Hver sem af Guði er
fæddur drýgir ekki synd,“ — þar með munt þú finna alit sem
prentað var á þessu blaði.
Þegar hann hafði lesið það einu sinni yfir, þó að hann
skildi það ekki mjög vel, þá fann hann að það var alveg ólíkt
öllu sem hann hafði áður lesið, og þess vegna byrjaði hann
aftur á byrjuninni og las það aftur.
Sumar greinarnar gerðu hann alveg furðu lostinn: —
„Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.“ „Ef einhver
syndgar þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm
Krist, hinn réttláta.“ „Þér elskaðir, nú þegar erum vér Guðs
börn, og það er ekki ennþá orðið bert hvað vér munum
verða, vér vitum að þegar hann birtist, þá munum vér verða
honum líkir.“
Þessar ritningargreinar gáfu honum mjög ólíkar hug-
myndir þeim sem hann hafði áður haft. Honum hafði verið
kennt að tilbiðja marga guði. Sumir af guðunum voru mjög
grimmir og vondir, en blaðið tilkynnti honum að „Guð væri
ljós.“ Honum hafði verið kennt að eftir dauða sinn mundi sál
hans e.t.v. fara í líkama ljóns, hunds eða nöðru — en hér fann
hann að hann mundi verða líkur Guði.
Meðan hann var að hugsa um þetta, mundi hann að mjög
frægur fakír hafði tekið sér bústað efst uppi í gömlum turni,
og var kunnur fyrir visku sína og guðrækni. Hann hugsaði að
hann myndi líklega vera sú persóna er gæti kennt honum
merkinguna í því sem hann las, því að hann fann að ef hann
skildi þetta réttilega sem stóð á blaðinu, þá myndi það taka í
burtu mikið af vansælu hans. Hann braut blaðið saman og
setti það vandlega í barm sinn og fór síðan að finna þennan
guðrækna fakír.
Eftir þriggja daga ferð fann hann fakírinn sitjandi með
fætur í kross efst uppi í rústum gamla turnsins og þó að það
væri miðdegi og sólargeislarnir helltust yfir höfuð hans hafði