Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Qupperneq 1
Lögfræðingatal.
Eptir
Magnús Stephensen.
Lögfræðingatal það, sem hjer fer á eptir, á að ná
yfir alla þá íslendinga, sem hafa tekið fullkomið próf
i lögum (candidati juris) eða próf í dönskum lögum
(examinati juris) við háskólann í Kaupmannahöfn, frá
því að próf þessi voru sett með tilskipun xo. febrúar
1736. Síðan hefur tilhöguninni á prófum þessum verið
breytt smátt og smátt með skipulagsskrá háskólans 7.
maí 1788, tilskipun 26. janúar 1821, tilskipun 30. desem-
ber 1839 og reglugjörð 30. júní 1871. Fyrst framan
af var próf haldið í hverjum mánuði, hvenær sem ein-
hver gaf sig fram, en 1788 var þessu breytt þannig,
að próf skyldi halda fjórum sinnum á ári, og síðan
1821 er það aðeins haldið tvisvar á ári. Prófið var
allt fram að 1872 tvöfalt: teóretiskt próf, bæði skrif-
legt og munnlegt, og praktiskt próf, eingöngu skrif-
legt; en praktiska prófið var ekki skilyrði fyrir em-
bættisveitingu fyr en eptir 1821, og því ljetu margir
sjer nægja fyrir þann tíma að ljúka aðeins teóretiska
prófinu. Fram að 1840 var aðeins gefin ein aðaleink-
unn fyrir hvort próf, teóretiskt og praktiskt, en síðan
hefur verið gefin einkunn fyrir hverja prófgrein, og
aðaleinkunnin siðan leidd af þeim. Frá 1821 til 1872
voru prófgreinarnar í hinu fullkomna lagaprófi 13, og
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. III. 14