Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 2

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 2
208 í prófinu í dönskum lögum 6; en 1871 var prófgrein- unum fækkað, svo að þær nú eru 8 í hinu fullkomna lagaprófi og 5 i prófinu i dönskum lögum, og var praktiska prófið þá einnig afnumið. Aðaleinkunnirnar í hinu fullkomna lagaprófi eru: laudabilis et quidern egregie (ágætiseinkunn), laudabilis (1. einkunn), haud illaudabilis (2. einkunn) og non contemnendus (3. eink- unn); í prófinu í dönskum lögum: bekvem (1. einkunn) og ei ubekvem (2. einkunn). Meðan praktiska prófið var í gildi, voru aðaleinkunnirnar í þvi hinar sömu sem í teóretiska prófinu, nema hvað þær í prófinu í dönskum lögum hjetu vel (1. einkunn) og temmelig vel (2. einkunn). Með kgsúrsk. 29. júlí 1848, sbr. opið brjef 10. ágúst s. á. og auglýsing 10. júní 1851, er auk hins fullkomna lagaprófs og prófs í dönskum lögum stofn- að lögfræðispróf, er nefnist próf í stjórnfræði (stats- videnskabelig Examen), og þeir, sem þvi hafa lokið, eru nefndir candidati politices. Kennslugreinarnar til þess prófs eru 10 og aðaleinkunnirnar hinar sömu, sem í hinu fullkomna lagaprófi. þ>essu prófi hefur að eins einn íslendingur lokið, og er hann hjer talinn með. A. Candidati juris, 1. Árni Sivertsen, fæddur á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð 1769, sonur Sigurðar landskrifara Sigurðarsonar og konu hans Helgu Brynjólfsdóttur sýslumanns Thorlacíusar; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1789 og skrifaður í stúdentatölu við háskólann árið eptir; cand. juris 7. júní 1794 með 2. einkunn. Hann komst síðan í kansellíið og varð undirkansellisti 30. maí 1800 og 18. júlí s. á. kansellísekreteri að nafnbót. ]?egar jarðamatsneíndin var sett, 18. júní 1800 (Lovs.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.