Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 5
6. Benedikt Gröndahl, fæddur á Vogum við Mý-
vatn 13. nóvember 17621, sonur sjera Jóns þórarins-
sonar, siðast prests í Mývatnsþingum, og konu bans
Helgu Tómasdóttur frá Ósi Tómassonar; útskrifaður
úr Hólaskóla 1781, var 3 ár skrifari hjá Ólafi stipt-
amtmanni, og var skrifaður í stúdentatölu við háskól-
ann 1786; cand. juris 24. júní 1791 með 1. einkunn i
báðum prófum. 19. ágúst s. á. varð hann varalögmað-
ur sunnan og austan hjá Magnúsi lögmanni Ólafssyni,
og við andlát Magnúsar lögmanns, i4.janúar 1800, lög-
maður sunnan og austan. þegar landsyfirdómurinn
var stofnaður með tilskipun 11. júlí 1800, var Bene-
dikt Gröndahl s. d. skipaður assessor í honum, og
þegar Stefáni assessor Stephensen var veitt vesturamt-
ið, 6. júní 1806, varð hann 1. assessor. Fráþvi embætti
fjekk hann lausn 18. júní 1817 og andaðist i Reykja-
vík 30. júlí 1825; áður hafði hann búið á Elliðavatni,
Bakka á Seltjarnarnesi og lengst í Nesi við Seltjörn.
Kona hans var f>uríður (ý 26. sept. 1839) Ólafsdóttir
frá Frostastöðum Jónssonar (sbr. A 44 og 71), ogþeirra
dætur Helga, kona Dr. Sveinbjarnar Egilssonar, og
Ragnhildur, fyrri kona Stefáns Gunlögsens, land- og
bæjarfógeta.
Sbr. Lögmannatal Jóns Sigurðssonar, Nr. 137, í
Safni til sögu íslands, II, 165.
7. Benedikt Sveinsson, fæddur á Sandfelli í Öræf-
um 20. janúar 1827, sonur sjera Sveins Benediktsson-
ar, siðast prests á Mýrum í Álptaveri, og konu hans
Kristínar Jónsdóttur bónda á Kjalarnesi Örnólfssonar;
útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1852 ; cand. juris 22.
júní 1858 með 1. einkunn i báðum prófum. 5. maí árið
1) Svo segir í æfisögu hans eptir Dr. Sveinbjörn Egils-
son, sem er prentuð framan við kvæði hans, Viðey 1833; en
í Klausturpóstinum 1825, 134. bls., sbr. 154. bls., segir, að
hann hafi verið fæddur 30. nóvember 1758.