Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 7

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 7
213 9. Bjarni Einarsson, fæddur á Vatneyri í Patreks- firði 1746, sonur Einars bónda Bjarnasonar á Vatn- eyri og konu hans Kristínar porvarðardóttur prests í Sauðlauksdal Magnússonar; útskrifaður úr Skálholts- skóla 1771 og skrifaður árið eptir í stúdentatölu við háskólann; cand. juris 6. september 1775 með 2. einkunn. Sama ár gjörðist hann lögsagnari Davíðs sýslumanns Schevings i Haga og íjekk veitingu fyrir Barðastrandar- sýslu eptir hann 2. ágúst 1781, en 14. maí 1788 var honum veitt lausn frá henni aptur. Bjarni sýslumað- ur bjó fyrst á Haga á Barðaströnd og síðan í Breiðu- vík og andaðist þar 5. maí 1799; hann átti Ragnheiði Daviðsdóttur sýslumanns Schevings (sbr. B 29), og var þeirra son Guðmundur Scheving agent og kaupmaður í Flatey. 10. Bjarni Einar Magnússon, fæddur í Flatey 1. des- ember 1831, sonur Magnúsar beykis Gunnlaugssonar í Flatey og konu hans þóru Guðmundsdóttur agents Schevings; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1854; cand. juris 5. júni 1860 með 1. einkunn í báðum próf- um. Honum var veitt Vestmannaeyjasýsla 18. febrúar 1861 og Húnavatnssýsla 24. júlí 1871; reisti hann þar bú á Geitaskarði i Langadal en andaðist snögglega á heimili sinu 25. maí 1876. Kona hans var Hildur Bjarna- dóttir amtmanns Thórarensens. Æfiminning Bjarna sýslumanns Magnússonar er prentuð í Rvík 1879. 11. Bjarni Thórarensen, fæddur á Lágafelli 30. desember 1786, sonur Vigfúsar sýslumanns þórarins- sonar (A94); útskrifaður úr heimaskóla 1802 og skrif- aður árið eptir i stúdentatölu við háskólann ; cand.juris 20. júní 1806 með 1. einkunn í báðum prófum ; hann var síðan i kansellíinu, og varð þar undirkansellisti 25. ágúst 1809, og kansellísekreteri að nafnbót 22. febrúar 1811 ; 1 g. marz s. á. var hann skipaður auka-assessor i yfirdóminum, og 18. júni 1817 2. assessor. Honum

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.