Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 8

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 8
214 var veitt Árnessýsla 22. júní 1820, en 1. maí 1822 varð hann aptur 2. assessor í yfirdóminum (Lovs. for Isl. VIII, 320), og bjó á Gufunesi; 1. ágúst 182Q var hon- um veitt jústizráðs nafnbót. Hann varð amtmaður í norður- og austuramtinu 10. ágúst 1833, og riddari danne- brogsorðunnar 10. júni 1841, og andaðist á Möðruvöll- um í Hörgárdal 24. ágúst s. á. Hann þjónaði stipt- amtmannsembættinu og amtmannsembættinu í suður- amtinu fyrir Castenskjold 1814—1815, ogaptur 1817 og þangað til Moltke tók við í júní 1819. Hann varíem- bættismannanefndinni í Reykjavik 1839 og 1841. Bjarni amtmaður átti Hildi (-j- i nóv. 1882) Bogadóttur frá Staðarfelli Benediktssonar; synir þeirra voru Bogi sýslumaður (A 14), Vigfús gullsmiður, þórarinn og sjera Jón í Saurbæjarþingum; en dætur: Steinunn, kona Jóns prófasts Melsteðs í Klausturhólum, og Hild- ur, kona Bjarna sýslumanns Magnússonar (A 10). 12. Bjarni Thorsteinson, fæddur á Sauðhúsnesi íÁlpta- veri 31. marz 1781; sonur þorsteins bónda Steingrimsson- ar i Kerlingardal, móðurbróður Steingríms biskups, og fyrri konu hans Guðrúnar Bjarnadóttur sýslumanns Niku- lássonar; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1800; var síðan skrifari hjá Geir biskupi, og var skrifaður í stúdentatölu við háskólann 1804; cand juris 24. október 1807 með 1. einkunn í báðum prófum; komst hann þá í rentu- kammerið, varð kopíisti þar 2. júlí 1808, og ritstofu- fulltrúi 10. júní 1811, og fjekk sekretera nafnbót 28. september 1816; 6. október 1819 varð hann jafnframt embætti sínu í rentukammerinu auditör við sjóforingja- skólann. Hann varð 2. assessor í yfirdóminum 29. september 1820, en þjónaði aldrei því embætti, því hann var skipaður amtmaður í vesturamtinu 5. mai 1821, og kom ekki út fyr en þá um vorið. 30. sept- ember 1823 var hann settur stiptamtmaður og amt- maður í suðuramtinu, og þjónaði þeim embættum þang-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.