Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 9

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 9
215 að til Peter Fjeldsted Hoppe tók við árið eptir, og aptur frá 6. september 1825 til 7. júní 1826 í fjærvist Hoppes; frá amtmannsembættinu í vesturamtinu fjekk hann lausn 2. marz 1849. Hann var sæmdur riddara- krossi dannebrogsorðunnar 1. ágúst 1829, heiðurs- merki dannebrogsmanna 10. júní 1841 og konferenz- ráðs nafnbót 8. marz 1843. Hann sat í embættismanna- nefndinni f Reykjavfk 1839 og 1841, og á alþingi 1845 sem konungkjörinn þingmaður, og var forseti þings- ins; einnig var hann skrifari í nefnd þeirri, sem var sett með konunglegri umboðsskrá 5. marz 1816 til að rannsaka verzlunarástandið á íslandi (I.ovs. for Isl. VII, 579. °g VIII, 276), og aptur nefndarmaður f sams konar konunglegri nefnd, er skipuð var 3. maí 1834 (Lovs. for Isl. X, 487). Meðan hann var amtmaður í vesturamtinu, bjó hann á Arnarstapa, en fiutti sig til Reykjavíkur, eptir að hann fjekk lausn, og andaðist þar 3. nóvember 1876. Bjarni konferenzráð átti þ>ór- unni Hannesdóttur biskups Finnssonar, og komust 3 synir þeirra til aldurs: Finnur exam. juris (B 8), Árni landfógeti (A 2) og Steingrímur adjunkt við Reykja- vfkurskóla. 13. Björn Markússon, fæddur á Ögri í Ögursveit 31. ágúst 1716, sonur Markúsar Bergssonar í Ögri, sýslumanns í ísafjarðarsýslu, og konu hans Elínar Hjaltadóttur prófasts þorsteinssonar í Vatnsfirði; út- skrifaður úr Skálholtsskóla 1735, sfðan skrifari, fyrst hjá föður sínum, þar næst hjá Ólafi Árnasyni, sýslu- manni á Barðaströnd, og seinast hjá Lafrentz amtmanni á Bessastöðum; fór utan, og var skrifaður í stúdenta- tölu við háskólann 1744; exam. juris 1745, og cand. juris 30. júnf 1746 með 1. einkunn í báðum prófum. Hann fjekk veitingu fyrir Skagafjarðarsýslu 9. desem- ber 1749, varð jafnframt varalögmaður sunnan og vest- an hjá Magnúsi lögmanni Gíslasyni 4. desember 1750

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.