Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 13

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 13
arsýsla veitt Jónassen sýslumanni s. d., og settist hann þá að í Hjarðarholti í Staíholtstungum ; 16. ágúst 1878 varð hann bæjarfógeti í Reykjavík. Hann er tvíkvænt- ur, og var fyrri kona hans Elín (-f 5. apríl 1878) dóttir Magnúsar jústizráðs Stephensens í Vatnsdal (A 64), en seinni kona hans er Carólína dóttir Eðvarðs Siemsens, konsúls og kaupmanns í Reykjavik. 18. Einar Thorlacíus, fæddur á Saurbæ í Eyjafirði 18. nóvember 1851, sonur sjera Jóns Einarssonar Thorla- cíusar, síðast prests þar, og fyrri konu hans Ólafar Hallgrímsdóttur prests á Hrafnagili Thorlaciusar; út- skrifaður úr Reykjavikurskóla 1874; cand. juris 13. júní 1879 með 2. einkunn, og settur sýslumaður í Skapta- fellsýslu 3. júli s. á.; 30. júní 1880 var honum veitt N orður-Múlasýsla. 19. Erlendur Sigurðsson, fæddur á Brekkum í Skaga- firði 1728, útskrifaður úr Hólaskóla 1751; gjörðist djákni á þúngeyrum hjá Bjarna sýslumanni Halldórs- syni og átti barn með Ástríði dóttur hans (sbr. A 27), fór síðan utan og var skrifaður í stúdentatölu við há- skólann 1758 og varð cand. juris 22. maí 1762 með 2. einkunn í báðum prófum; bjó síðan embættislaus á Brekkum í Skagafirði og andaðist þar árið 1800. Kona hans var Karitas Sigurðardóttir sýslumanns í Dalasýslu Vigfússonar, og áttu þau einn son, sem farnaðist illa. 20. Franz Eðvarð Siemsen, fæddur í Reykjavík i4.októ- ber 1855, sonur Eðvarðs Siemsens, konsúls ogkaupmanns þar, og konu hans Sigríðar J>orsteinsdóttur löggæzlu- manns í Reykjavík Bjarnasonar; útskrifaður úr Reykja- víkurskóla 1875; cand. juris 5. júní 1882 með 2. einkunn. 2i. Grímur Johnsson, fæddur á Görðum á Akra- nesi 12. október 1785, sonur sjera Jóns Grímssonar, prests þar, og konu hans Kristínar Eiríksdóttur frá Helluvaði á Rangárvöllum Eirikssonar; útskrifaður úr

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.