Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 15

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 15
221 juris 22. marz 1776 uieð 1. einkunn í báðum prófum. Hann lagði stund á fornfræði, og varð aðstoðarmaður við skjalasafn konungs 1780; hann ferðaðist 1786 til Englands, og 1788 var hann gjörður Dr. juris af há- skólanum í St. Andrews og varð Geheime-Arkivarius n.janúar 1791. Hann fjekk jústizráðs nafnbót 17. febrúar 1794, etazráðs nafnbót 2i.ágúst 1810, riddara- kross dannebrogsorðunnar 28. janúar 1811 og konfer- enzráðs nafnbót 1. nóvember 1828. Með konunglegri umboðsskrá 12. desember 1799 (Lovs. for Isl. VI, 414) var hann skipaður í nefnd um skólamál og dómaskip- un á íslandi. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 4. marz 1829. Grímur Thorkelin átti danska konu, ríka brugg- araekkju1, og áttu þau börn, sem öll ílengdust í Dan- mörku. 23. Guðíaugur Guðmundsson, fæddur á Ásgarði í Grímsnesi 8. desember 1856, sonur Guðmundar Olafs- sonar bónda þar; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1876; cand. juris 12. janúar 1882 með 2. einkunn; settur sýslumaður í Dalasýslu 13. apríl s. á. Hann á sænska konu. 24. Guðmundur Ketilsson, fæddur á Húsavík 14. október 1746, sonur sjera Ketils Jónssonar, prests þar, og seinni konu hans Guðrúnar þórðardóttur prests á Hvammi í Hvammssveit þ>órðarsonar; útskrifaður úr heimaskóla 1768 og skrifaður í stúdentatölu við há- skólann 1771 ; cand. juris 6. desember 1776 með 1. einkunn. Hann varð sýslumaður í Mýrasýslu 30. marz 1778 og 9. ágúst 1786 einnig í Hnappadalssýslu, er þá var sameinuð við Mýrasýslu (Lovs. for Isl. V, 299); Borgarfjarðarsýslu þjónaði hann jafnframt sem settur 1784—86 og aptur 1793. Hann fjekk lausn frá em- 1) Lars Kristjan Hvidsteen, sem var settur læknir á Vestfjörðum 1817-29, var stjúpsonur Gríms Thorkelíns.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.