Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 18

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 18
224 þjónaði land- og bæjarfógetaembættinu fyrir Vilhjálm Finsen veturinn 1859—60, og á eigin ábyrgð frá 25. ágúst 1860 þangað til Árni Thorsteinson tók við árið eptir, og fjekk Rangárvallasýslu 25. maí 1861. Her- manníus sýslumaður býr á Velli í Hvolhrepp, og er kvæntur Inguni Halldórsdóttur bónda á Álfhólum í Landeyjum þ>orvaldssonar. 31. Illugi Sigurðsson, fæddur á Bægisá 1718, son- ur sjera Sigurðar Gottskálkssonar, prests þar, og konu hans Kristínar Halldórsdóttur prests á Bægisá 'þor- lákssonar; útskrifaður úr Hólaskóla 17471; cand. juris 14. maí 1753 með 2. einkunn ; cand. theol. 1755. Hann varð sama ár prestur á Hólum í Hjaltadal og prófast- ur í Skagafjarðar prófastsdæmi, en var dæmdur frá kalli fyrir illyrði við Svein lögmann Sölvason (ísl. Árb. X, 59), og andaðist á Hólum 26. febrúar 1759, ókvænt- ur og barnlaus. 32. ísleifur Einarsson, fæddur á Ási í Holtum 21. maí 1765, sonur Einars skólameistara i Skálholti Jóns- sonar og konu hans Kristínar Einarsdóttur lögrjettu- manns ísleifssonar á Reykjum í Mosfellssveit; útskrif- aður úr Skálholtsskóla 1783, var síðan skrifari hjájóni sýslumanni Jónssyni á Móeiðarhvoli, og var skrifaðar i stúdentatölu við háskólann 1787; cand. juris 23. apríl 1790 með 1. einkunn. Hann fjekk veitingu fyrirHúna- vatnssýslu 24. marz 1790 með því skilyrði, að hann lyki prófi í lögum, og var veitingarbrjef hans síðan út gefið 12. maí s. á.; bjó hann þar á Geitaskarði. 11. júlí 1800 var hann skipaður assessor í yfirdómin- um, varð 1. assessor 18. júní 1817 og jústitíaríus 18. apríl 1834. Hann fjekk jústizráðs nafnbót 31. júlí 1810 1) Svo segir sjera Sveinn Níelsson í stúdentatali sínu (handrit); en Illuga er eigi getið í vitnisburðabók skólans, sbr. einnig Isl. Arb. X, 10.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.