Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 21

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 21
227 Lovs. for Isl. III, 713); 14. janúar 1773 var hann skip- aður „Deputeret“ (stjórnardeildar-forstjóri) í toll- ogf verzlunarstjórninni („Det vestindisk-guineiske Rente- og Generaltoldkommer“ og „Ökonomi og Kommerce- kollegiet) (Lovs. for Isl. IY, 1) og frá 1. janúar 1777 „Deputeret“ í rentukammerinu og þjónaði hann því embætti til dauðadags; jafnframt varð hann assessor í hæstaijetti 1779 og vörður hins stóra konunglega bóka- safns 18. apríl 1781. Jón Eiríksson var skipaður í margar nefndir: 24. septbr. 1772 1 stjórnarnefnd Árna Magús- sonar gjafarinnar; 20. maí 1778 í hina almennu skólanefnd (Lovs. for Isl. IV, 769); 31. desember 1783 í nefndina um biskupsstólana (s. st. IV, 770); 16. febrúar 1785 í nefnd til að rannsaka ástand íslands (s. st. V, 124) og 17. janúar 1787 í nefnd þá, er selja skyldi eigur kon- ungsverzlunarinnar (s. st. V, 355). Hann var kosinn fjelagi hins konunglega norska vísindafjelags 3. desem- ber 1769, fjelagi hins konunglega danska vísindafjelags 9. febrúar 1770 og forseti hins islenzka lærdómslista- fjelags 1779. Etazráðs nafnbót var hann sæmdur 6. apríl 1775 og konferenzráðs nafnbót 17. apríl 1781. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 29. marz 1787. Kona hans var dönsk, og áttu þau mörg börn; einn af son- um þeirra var Ludvig Erichsen, sem varð amtmaður í vesturamtinu og settur stiptamtmaður, en andaðist á Bessastöðum 7. maí 1804, 38 ára gamall. Æfisaga Jóns Eiríkssonar eptir Svein Pálsson er gefin út af hinu islenzka bókmenntafjelagi, Kph. 1828. 37. Jón Espólín, fæddur á Espihóli f Eyjafirði 22. október 1769, sonur Jóns sýslumanns Jakobssonar og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur prests á Höskulds- stöðum Ólafssonar; útskrifaður úr heimaskóla 1788 og skrifaður árið eptir i stúdentatölu við háskólann; cand. juris 18. júní 1792 með 2. einkunn í hinu téoretiska og 3. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann fjekk veit-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.