Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 22

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 22
228 ingu fyrir Snæfellsnessýslu 19. september 1792, og með kgsúrsk. 16. september 1796 var honum leyft að hafa sýsluskipti við Finn Jónsson, sýslumann í Borg- arfjarðarsýslu; aptur var honum leyft með kgsúrsk 21. apríl 1802 að hafa sýsluskipti við Jónas Scheving, sýslu- mann í Skagafjarðarsýslu, og þjónaði hann henni síð- an þangað til hann fjekk lausn frá embætti 20. sept- ember 1825. Hann bjó á Brekkubæ við Hellna og Fróðá á Snæfellsnesi, á þingnesi í Borgarfirði, og á Flugumýri, Viðvík og Frostastöðum í Skagafirði, og andaðist snögglega á ferð nálægt Flugumýri 1. ágúst 1836. Kona hans var Rannveig Jónsdóttir bónda á Vatnshorni í Haukadal Egilssonar og þeirra sonur sjera Hákon, síðast prestur á Kolfreyjustað. 38. Jón Finsen , fæddur í Skálholti 26. marz 1792, sonur Hannesar biskups Finnssonar og seinni konu hans Valgerðar Jónsdóttur sýslumanns Jóns- sonar á Móeiðarhvoli (A 43); útskrifaður úr heima- skóla af Steingrími biskupi Jónssyni 1812; cand. juris 10. janúar 1816 með 1. einkunn i báðum próf- um. Hann var síðan í kansellíinu og varð undir- kansellisti 1. marz 1820 og fjekk kansellísekretera nafnbót 28. desember 1821. 5. maí 1824 varð hann hjeraðsfógeti og skrifari í Anst, Slaugs, Jerlev og nokkrum hluta Brusk hjeraðs í Veileamti; 31. desem- ber 1830 bæjarfógeti og skrifari í Ringkjöbing og hjeraðsfógeti og skrifari í Ulfborg og Hind hjeruðum; 17. október 1842 kanselliráð að nafnbót og 10. april 1844 hjeraðsfógeti og skrifari i Hasle, Vesterlisberg, Framlev og Sabro hjeruðum í Árósa amti. Hann and- aðist í Árósum 8. október 1848. Hann átti danska konu; einn af sonum þeirra er Hilmar Finsen lands- höfðingi. 39. JÓn Helgason, fæddur á Svertingsstöðum í Eyja- firði 1731, sonur Helga Olafssonar, bónda þar, og konu

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.