Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 24

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 24
*3° 6. mai 1848 varð hann bæjarfógeti og ráðamaður í Ála- borg, birkidómari í Álaborgarbirki og hjeraðsfógeti í nokkrum hluta Fleskum hjeraðs, og þjónaði þeim em- bættum þangað til hann fjekk lausn frá embætti 22. september 1873. Hann fjekk jústizráðs nafnbót 5. okt- óber 1850 og etazráðs nafnbót 22. september 1873. Hann andaðistí Álaborg 7. júlí 1881. Hann satáþrem- ur fyrstu alþingum sem þjóðkjörinn þingmaður og á ríkisþingi því, er samdi stjórnarskrá Danmerkur vetur- inn 1848 — 49 (sbr. A 15); einnig sat hann í landbún- aðar-og skattanefndinni 1845 (sbr. A 100). Kona hans var dönsk, og einn af sonum þeirra var Jón landshöfð- ingjaritari (A 45). 42. Jón Johnsen, fæddur á Odda á Rangárvöllum 11. desember 1843, sonur Ásmundar prófasts Jónsson- ar og Guðrúnar þorgrímsdóttur gullsmiðs á Bessastöð- um Thomsens; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1863; cand. juris 16. júni 1870 með 2. einkunn í báðum próf- um. Hann var s. á. settur sýslumaður i Eyjafjarðar- sýslu og árið eptir í Húnavatnssýslu og fjekk veitingu fyrir Suður-Múlasýslu 29. júní 1872. Kona hans er þuríður Hallgrimsdóttir prófasts Jónssonar á Hólmum; þau búa á Eskifirði. 43. Jón Jónsson. fæddur i Stafholti 23.janúar 1740, sonur Jóns prófasts Jónssonar og seinni konu hans Ragnheiðar Gisladóttur frá Máfahlíð Jónssonar, systur Magnúsar amtmanns; útskrifaður úr Skálholtsskóla 1759; cand. juris 1. júní 1768 með 2. einkunn. Hann var skipaður varasýslumaður í Rangárvallasýslu 8. marz s. á. til aðstoðar þorsteini sýslumanni Magnússyni, og tók við sýslunni fyrir fullt og allt 20. júní 1785. Jón sýslumaður bjó á Seljalandi, Stórólfshvoli og seinast á Móeiðarhvoli og andaðist þar 20. ágúst 1788. Kona hans var Sigríður (ý 11. maí 1824) þorsteinsdóttir sýslu- manns Magnússonar (A 105), og þeirra börn: þorsteinn

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.