Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 25

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 25
231 sem dó við háskólann; Valgerður, seinni kona Hann- esar biskups Finnssonar ; Guðbrandur í Feigsdal, sett- ur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1812—47; Jón um- boðsmaður á Stóra-Ármóti (B 15); Ragnheiður, kona Helga konrektors Sigurðarsonar á Móeiðarhvoli, og Margrjet. Útfararminning Jóns sýslumanns er prentuð í Kph. 1794. 44. Jón Jónsson, fæddur 1747, sonur Jóns lög- rjettumanns Högnasonar á Laugarvatni og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur prests á Lundi Oddssonar; út- skrifaður úr Skálholtsskóla 1769; cand. juris 18. apríl 1772 með 2. einkunn í hinu teóretiska og 1. einkunn i hinu praktiska prófi. Hann var lengi eptir það í Kaup- mannahöfn og starfaði að útgáfu á fornsögum hjá kammerherra Suhm; eptir að hann kom út hingað aptur, var hann um tima skrifari hjá Levetzow stipt- amtmanni og var settur sýslumaður í Strandasýslu 22. júlí 1788 og fjekk veitingu fyrir sýslunni 26. marz 1794, og þjónaði jafnframt ísafjarðarsýslu 1796—97; síðan fjekk hann Húnavatnssýslu 23. júlí 1814, en þjón- aði þó jafnframt Strandasýslu til 4. maí 1817, og 22. júní 1820 var honum veitt lausn frá embætti. Jón sýslumaður bjó á Bæ í Hrútafirði, í Víðidalstungu og á Stóru-Reykjum í Miðfirði, og andaðist í Bæ 1. marz 1831. Hann átti Hólmfríði (-J 1825) Ólafsdóttur frá Frostastöðum Jónssonar (sbr. A 6); þeirra dætur voru Anna fyrri kona Bjarna Friðrikssonar Thórarensens á Stóra-Ósi, og Guðrún kona Pjeturs Jónssonar í Bæ. 45. JÓn Jónsson (Johnsen), fæddur í Reykjavík 23. apríl 1841, sonur Jóns etazráðs Johnsens (A 41); út- skrifaður úr Metropolítanskólanum í Kaupmannahöfn 1861 ; cand. juris 17. janúar 1867 með 1. einkunn í báð- um prófum. Hann varð sama ár aðstoðarmaður föður síns i Álaborg, og 20. nóvember 1872 var hann skip- aður ritari við landshöfðingjadæmið frá 1. april 1873

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.