Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 29

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 29
235 ii. júní 1794 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var síðan föður sínum til aðstoðar í Skagafjarðarsýslu og fjekk veitingu fyrir henni 21. maí 1800. Með kgsúrsk. 21. apríl 1802 var honum leyft að hafa sýslu- skipti við Jón Espólín, sýslumann í Borgarfjarðarsýslu, og frá 28. ágúst 1806 til 18. apríl 1807 þjónaði hann jafnframt Mýra- og Hnappadalssýslu; 26. apríl 1816 var honum veitt kansellíráðs nafnbót; 19. maí 1827 fjekk hann lausn frá embætti, en þjónaði þó Borgar- fjarðarsýslu, þangað til að Stefán Gunlögsen tók við sumarið 1828. Hann bjó á Leirá og andaðist þar 13. maí 1831. Kona hans var Ragnheiður (J- 1. marz 1826) dóttir Olafs stiptamtmanns; þau áttu ekki börn. 52. Jónas Thorstensen, fæddur á Nesi við Seltjörn 9. nóvember 1826, sonur Jóns landlæknis Thorsten- sens og konu hans Elínar Stefánsdóttur amtmanns Stephensens; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1846; cand. juris 16. janúar 1853 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var s. á. settur sýslumaður í Suður- Múlasýslu og fjekk veitingu fyrir sýslunni 30. apríl 1854; hann andaðist á Eskifirði 28. október 1861. Kona hans var jpórdís Pálsdóttir amtmanns Melsteðs; Elin dóttir þeirra er gipt Magnúsi yfirdómara Ste- phensen. 53. Jörgen Peter Havsteen, fæddur á Hofsós 16. febrúar 1812, sonur Jakobs Havsteens, kaupmanns þar, og konu hans Marenar Havsteen; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1835; cand. juris 7. nóvember 1840 með 1. einkunn í báðum prófum. Hann var síðan 4 ár í rentukammerinu og fjekk veitingu fyrir Norður- Múlasýslu 25. apríl 1845* 1. Hann varð amtmaður í 1) I júnímánuði 1843 varð Norður-Múlasýsla laus, því þá fjekk Walsöe, sýslumaður þar, tollembætti í Danmörku. I aprílmánuði árið eptir bar rentukammerið upp fyrir kon-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.