Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 31
237
55- Kristján Christiansson, fæddur á fórðarstöð-
um í Fnjóskadal 21. september 1806; sonur Kristjáns
umboðsmanns Jónssonar á Illugastöðum og konu hans
Guðrúnar Halldórsdóttur bónda Jónssonar á Tungu í
Fnjóskadal; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1826, síðan
var hann 4 ár skrifari Gríms amtmanns á Möðruvöll-
um, ogvar skrifaður í stúdentatölu við háskólann 1831;
cand. juris 9. maí 1838 með 1. einkunn í báðum próf-
um. Hann var frá 1833 til 1840 i rentukammerinu og
kom út 1840; síðan var hann skrifari embættismanna-
nefndarinnar 1841, þjónaði land- og bæjarfógetaem-
bættinu í fjærvist Stefáns Gunlögsens frá 10. maí 1843
til 1. júní 1844, var settur fyrir Skaptafellssýslu í far-
dögum 1844, og fjekk veitingu fyrir henni 25. apríl
1845. °g jafnframt umboð yfir þykkvabæjar- og Kirkju-
bæjarklausturs jörðum 1847, og bjó á Höfðabrekku.
29. september 1848 var hann skipaður 2. assessor og
dómsmálaritari i yfirdóminum, en tók ekki við því em-
bætti fyr en sumarið eptir; 10. júlí 1849 varð hann
land- og bæjarfógeti, en þjónaði yfirdómaraembættinu
jafnframt, þangað til sumarið eptir, að_ Jón yfirdómari
Pjetursson tók við. Eptir þjóðfundinn 1851 var Krist-
ján land- og bæjarfógeti settur frá embætti 28. sept-
ember, en þjónaði þó landfógetaembættinu sem settur
þangað til í marzmánuði árið eptir ; fór hann þá utan,
var settur ritstofufulltrúi í hinni íslenzku stjórnardeild,
og fjekk veitingu fyrir Skagafjarðarsýslu 2. febrúar
1854; bjó hann þar á Hofstaðaseli; 8. maí 1860 varð
hann sýslumaður í Húnavatnssýslu, og flutti sig að
Geitaskarði. I3.apríl i87i varð hann amtmaður ínorð-
ur- og austuramtinu. Hann fjekk kammerráðs nafn-
bót 8. júlí 1848, jústizráðs nafnbót 26. maí 1867, og
riddarakross dannebrogsorðunnar 2. ágúst 1874. Hann
sat á alþingi 1847 sem aðstoðarmaður konungsfulltrúa,
og 1849 sem konungkjörinn þingmaður; á þjóðfund-