Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 39

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 39
245 Jafnframt hafði hann gengáð á listaháskólann og feng- ið 2 heiðurspeninga úr silfri fyrir uppdrætti í húsa- örðarlist. Hann varð 1783 kennari í uppdráttarlist og mælingarfræði við námuskólann í Kongsbergi í Noregi og 28. febrúar 1787 einnig kennari þar í lögfræði; 4. júlí 1794 var honum veitt prófessors nafnbót, og 17. júni 1803 varð hann jafnframt kennaraembætti sinu einnig uppboðshaldari i Kongsbergi. Hann fjekk lausn frá embætti 1822 og um leið riddarakross Vasa-orðunnar. Hann andaðist í Kristjaníu 20. janúar 1832. Hann var kvæntur i Noregi og átti börn. 72. Ólafur Stefánsson, fæddur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 3. maí 1731, sonur sjera Stefáns Olafs- sonar á Höskuldsstöðum og fyrri konu hans Ragn- heiðar Magnúsdóttur frá Espihóli Björnssonar; útskrif- aður úr Hólaskóla 1751 ; cand. juris 29. marz 1754 með 2. einkunn. Hann gjörðist síðan bókhaldari við verk- smiðjurnar i Reykjavik, og með konungsbrjeíi 17. apríl 1756 var hann settur varalögmaður norðan og vestan hjá Sveini Sölvasyni, en sleppti því embætti 14. maí 1764, þegar hann var skipaður aðstoðarmaður Magnúsar amtmanns Gislasonar með fyrirheiti um embættið eptir hann. Magnús amtmaður andaðist 3. nóvember 1766, og tók Ólafur Stefánsson þá við amtmannsembættinu yfir öllu landi fyrir fullt og allt og fjekk veitingarbrjef fyrir því 23. júní 1767. Með tilskipun 15. mai 1770 (Lovs. for Isl. III, 654 sbr. 664) var landinu skipt í tvö ömt, og var Ólafur þá skipaður amtmaður yfir Norðlend- inga- og Austfirðingafjórðung, en fjekk lausn frá því embætti með fullum launum 12. maí 1783 (Lovs. for Isl. IV, 711), af því að hann ekki vildi flytja sig norð- ur, og var Stefán J>órarinsson þá skipaður í hans stað; jafnframt var sú breyting gjörð á amtaskipunni, að Skaptafellssýsla var lögð 'undir suður- og vesturamtið (kgsbrjef 19. maí 1783). Með kgsúrsk. 6. júní 1787

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.