Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 41
247
Hann átti Sigríði (■{■ 29. nóv. 1807) Magnúsdóttur amt-
manns Gíslasonar, og voru þeirra börn: Magnús kon-
ferenzráð (A 63), Stefán amtmaður (A 85), Björn kan-
sellíráð og dómsmálaritari í yfirdóminum, þórunn fyrri
kona Hannesar biskups Finnssonar og Ragnheiður kona
Jónasar sýslumanns Schevings (A 51).
Æfisaga Olafs stiptamtmanns er prentuð sjer í
lagi í Viðey 1820, sbr. lögmannatal Jóns Sigurðssonar
í Safni til sögu íslands II, 156, og „ísafold“ 1877.
73. Ólafur Stephensen, fæddur á Innra-Hólmi 24.
marz 1791, sonur Stefáns amtmanns á Hvítárvöllum
(A 85); útskrifaður úr heimaskóla af Árna biskupi
Helgasyni 1810 og skrifaður í stúdentatölu við háskól-
ann 1814; cand. juris 10. april 1817 með x. einkunn í
báðum prófum. Hann varð auditör í landhernum 12.
febrúar 1822 og yfirauditör að nafnbót 14. apríl 1829.
30. marz 1832 var hann skipaður bæjarfógeti í Ebeltoft
og hjeraðsfógeti í Sönder og Mols hjeruðum og 19.
nóvember 1847 bæjarfógeti í Varde og hjeraðsfógeti í
Austur- og Vesturhjeruðum. Hann andaðist í Varde
5. janúar 1854. Hann var tvíkvæntur, og voru báðar
konur hans danskar; einn af sonum hans af seinna
hjónabandi er Hilmar Stephensen, ritstofuforstjóri í hinu
íslenzka stjórnarráði.
74. Ólafur Stephensen, fæddur á Leirá 6. sept.
1791, sonur Magnúsar konferenzráðs Stephensens (A 63);
útskrifaður úr heimaskóla af Árna biskupi Helgasyni
1810 og skrifaður í stúdentatölu við háskólann 1814;
cand. juris 7. október 1817 með 2. einkunn í báðum
prófum. Hann varð varadómsmálaritari við yfirdóm-
inn 5. apríl 1826, en með kgsúrsk. 12. apríl 1834 (Lovs.
for Isl. X, 477) var dómsmálaritaraembættið sameinað
við 2. yfirdómaraembættið. Llann var mjög opt skip-
aður dómari í yfirdóminum bæði í einstökum málum
°g þegar yfirdómaraembætti var laust. 6. október 1862