Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 43

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 43
249 Pálssonar og- þeirra börn: Guðmundur sýslumaður í Krossavík, Sigurður sýslumaður (A 79), Hólmfríður, gipt Oddi yfirdómsnótaríusi Stefánssyni á J>ingeyrum, og Björg, fyrst gipt Hjörleifi varasýslumanni Guttorms- syni og síðan Árna prófasti þorsteinssyni á Kirkjubæ í Tungu; seinni kona Pjeturs sýslumanns var Sigríður (ý 1832) dóttir sjera Olafs Brynjólfssonar á Kirkjubæ í Tungu; þau áttu ekki börn. Æfisaga Pjeturs sýslumanns erprentuð sjerílagi, Kph. 1820. 76. Sigfús Schulesen, fæddur á Höfða í Höfða- hverfi 19. apríl 1801, sonur sjera Skúla Tómassonar í Múla og pórvarar Sigfúsdóttur prófasts Jónssonar á Höfða; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1825; cand. juris 19. april 1833 með 2. einkunn i báðum prófum. Hann var 1 rentukammerinu 1829—34, kom út 1834, og var settur sýslumaður 8. ágúst s. á. í Eyjafjarðarsýslu þangað til í september árið eptir, að þórður Jónassen tók við ; apturvar hann settur 29. september 1835 fyrir þingeyjarsýslu þangað til að Jóhann Árnason tók við árið eptir. 7. október 1837 var honum veitt Snæfells- nessýsla og síðan 28. september 1841 Suður-þingeyjar- sýsla. J>egar Arnór Árnason hafði fengið Húnavatns- sýslu 10. maí 1847, var Sigfús sýslumaður jafnframt settur fyrir Norður-þingeyjarsýslu, og 1. maí 1851, þegar þingeyjarsýslurnar voru aptur sameinaðar, fjekk hann veitingu fyrir pingeyjarsýslu sameinaðri (Lovs. for Isl. XV, 76). Hann fjekk kammerráðs nafnbóti7. janúar 1859 og lausn frá embætti 11. febrúar 1861. Hann andaðist á Húsavík 29. apríi 1862. Kona hans var Ingibjörg dóttir Ola kaupmanns Sandholts. 77. Sigurður Jónsscn, fæddur á Steinanesi við Arn- arfjörð 13. október 1851, sonur Jóns skipherra Jóns- sonar á Bíldudal og konu hans Margrjetar Sigurðar- dóttur prófasts Jónssonar á Rafnseyri; útskrifaður úr

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.