Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 52
258
ferenzráðs í Viðey, Stefán umboðshaldari á Ingjalds-
hóli og Jónas sýslumaður á Leirá (A 51).
Útfararminning’ hans er prentuð á Beitistöðum 1819.
93. Vigfús Thórarensen, fæddur að Möðruvöllum í
Hörgárdal 1787, sonur Stefáns amtmanns pórarinsson-
ar (A 87); útskrifaður úr heimaskóla af Steingrími
biskupi Jónssyni 1804 ; cand. juris 6. október 1810 með
1. einkunn í báðum prófum. Hann komst síðan i kan-
sellíið og varð undirkansellisti þar 20. apríl 1813 og
kansellisti og kansellísekreteri að nafnbót 10. febrúar
1819, en fjekk lausn frá embætti 7. janúar 1823. Hann
andaðist á St.. Hansspítala hjá Hróarskeldu 5. nóvem-
ber 1843, ókvæntur og barnlaus.
94. Vigfús þórarinsson, fæddur á Stóru-Grund í
Eyjafirði 1. maí 1756, albróðir Stefáns konferenzráðs
(A 87); útskrifaður úr heimaskóla af Bjarna Jónssyni
skólameistara i Skálholti 1775, cand. juris 28. júní 1781
með 1. einkunn. Með veitingarbrjefi 2. júlí 1781 var
hann skipaður sýslumaður i Kjósarsýslu og hjeraðs-
dómari í Gullbringusýslu (Lovs. for Isl. IV, 601) og
bjó þar á Lágafelli, á Gufunesi og Brautarholti. Síð-
an fjekk hann Rangárvallasýslu 10. júní 1789 og flutti
sig þá að Hlíðarenda í Fljótshlið, og frá 7. qktóber 1812
þjónaði hann einnig Vestmannaeyjasýslu; 8. ágúst
1810 var hann sæmdur kansellíráðs nafnbót. Hann and-
aðist á Hlíðarenda 13. april 1819. Kona hans var Stein-
unn (ý 9. febr. 1828) Bjarnadóttir landlæknis Pálsson-
ar, og voru þeirra börn: Bjami amtmaður (A 11),
Ragnheiður fyrri kona sjera Gísla Gíslasonar síðast
prests á Gilsbakka, Rannveig fyrst gipt þórarni Ofjörð
(A 96) og siðan sjera Sveinbirni Sveinbjarnarsyni á
Staðarhrauni, Guðrún fyrri kona sjera Sigurðar Thór-
arensens í Hraungerði, Kristín kona Jóns prófasts Hall-
dórssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð og Skúli kansellí-
ráð og hjeraðslæknir á Móeiðarhvoli.