Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 57
263
stiptamtmannsembættinu fyrir Trampe frá i. marz til
26. júní 1855 og aptur frá því f nóvember 1859 og
þangað til 15. júní árið eptir, og loks á eigin ábyrgð
frá 2. ágúst 1860 og þangað til Hilmar Finsen tók
við (skipaður 8. maí 1865). Hann sat á alþingi 7
fyrstu þingin og aptur 1869 og 3 næstu þing þar á
eptir sem konungkjörinn þingmaður 1861, 1863 og
1865 sem konungsfulltrúi, og 1867 sem aðstoðarmaður
konungsfulltrúa og á þjóðfundinum 1851 sem konung-
kjörinn þingmaður. Hann andaðist í Reykjavik 25.
ágúst 1880. Kona hans var Soffía dóttir Rasmusar
Lynge verzlunarmanns á Akureyri; börn þeirra eru:
Eggert Theódór, bæjarfógeti í Reykjavík; Jónas, Dr.
med. hjeraðslæknir í Reykjavík: Marfa seinni kona
Ola póstmeistara Finsens; Sigurður cand. phil. og Sig-
rfður. Sonur J>órðar háyfirdómara Jónassens og Mar-
grjetar Stefánsdóttur prests á Sauðanesi Einarssonar
er þórður prófastur Jónassen í Reykholti.
100. þórður Sveinbjörnsson, fæddur á Ytra-Hólmi
á Akranesi 4. september 1786, sonur Sveinbjarnar lög-
rjettumanns þórðarsonar á Hvítárvöllum og fyrri konu
hans Halldóru Jónsdóttur smiðs Jónssonar í Bár; út-
skrifaður úr heimaskóla af Geir biskupi Vídalfn 1802;
síðan var hann mjög lengi skrifari Stefáns amtmanns
Stephensens og var skrifaður í stúdentatölu við háskól-
ann 1817 ; cand. juris 13. júní 1820 með 1. einkunn í
báðum prófum ; auk þess fjekk hann heiðurspening há-
skólans 1819 fyrir ritgjörð sögulegs efnis. Hann var
sfðan í rentukammerinu, þangað til hann fjekk Árnes-
sýslu 16. maí 1822. J>ví næst varð hann 1. assessor í
yfirdóminum 18. apríl 1834 og loks jústitíarfus 15. sept-
ember 1836 og þjónaði því embætti til dauðadags;
þar að auki þjónaði hann land- og bæjarfógetaembætt-
inu frá því um haustið 1835 til 24. febrúar 1836 og
aptur frá 25. maí 1836 til 31. júlf s. á., og stiptamtmanns-