Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 58
264 embættinu frá 24. febrúar 1836 til 25. maí s. á. Hann var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 10. júní 1841 og konferenzráðs nafnbót 8. júli 1848. Hann sat i embættismannanefndinni í Reykjavik 1839 og 1841 og á alþingi 5 hin fyrstu þing sem konungkjörinn þing- maður og var forseti þess 1847; sömuleiðis sat hann á þjóðfundinum 1851 sem konungkjörinn þingmaður. Hann var formaður nefndar þeirrar, er skipuð var sam- kvæmt kgsúrsk. 23. apríl 1845 um landbúnaðar- og skatta-mál íslands (Lovs. for Isl. XIII, 223, 233 og 318). J>órður konferenzráð bjó i Hjálmholti i Flóa, á Nesi við Seltjörn og síðast í Reykjavík og andaðist þar 20. febrúar 1856. Hann var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Guðrún (-f* 11. nóv. 1838), ekkja Stefáns amtmanns Stephensens (A 85); þeirra börn dóu ung. Seinni kona hans var Kirstin (-j* 8. jan. 1874), dóttir Lárusar Knudsens kaupmanns í Reykjavík; af þeirra börnum komust til aldurs: Theódór læknir í Silkiborg á Jót- landi; Sveinbjörn cand. theol. í Edinborg ; Árnabjarni, fluttur til Ameríku ; Guðrún; Halldóra kona þórðar verzlunarstjóra Guðjohnsens á Húsavik og Áróra kona Christians greifa Trampe, póstafgreiðslumanns á Jót- landi. Lárus yfirdómari Sveinbjörnsson er ættleiddur sonur þórðar konferenzráðs. 101. þorkell Fjeldsted, fæddur á Felli í Sljettu- hlíð 1740, sonur sjera Jóns Sigurðssonar, síðast prests á Kvíabekk, og konu hans þorbjargar Jónsdóttur lög- rjettumanns Jannessonar á Grund í Svínadal; útskrif- aður úr Frúarskóla í Kaupmannahöfn 1758 og skrifað- ur í stúdentatölu við háskólann 1762; cand. juris 1. ágúst 1766 með 1. einkunn í báðum prófum. Hann varð árið eptir málaflutningsmaður í hæstarjetti, 1769 lögmaður á Færeyjum, 1772 amtmaður í Finnmörk og 1778 á Borgundarhólmi, 1780 lögmaður á Kristjans- sands lögstóli, 4. janúar 1786 stiptamtmaður í þránd-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.