Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 59

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 59
265 heimsstipti og amtmaður í frándheims amti, og loks var hann 1796 skipaður einn af stjórnendum í aðal- póststjórninni en andaðist í Kaupmannahöfn 19. nóvem- ber s. á. jporkell Fjeldsteð var nefndarmaður í hinni konunglegu nefnd, sem skipuð var með kgsúrsk. 20. marz 1770 til að rannsaka hag íslands og koma með uppástungur því til viðreisnar (Lovs. for Isl. III, 639. 654, 665 og IV, 34). Hann átti danska konu, og voru þeir stiptamtmennirnir Pjetur Fjeldsted Hoppe og þ>or- kell Abraham Hoppe dóttursynir hans. 102. þorlákur Isfjörð, fæddur 1748, sonurMagnús- ar bónda Sigmundarsonar í Meiri-HHð í ísafjarðarsýslu og konu hans Elínar Jónsdóttur bónda á Hóli í Bol- ungarvík Egilssonar; útskrifaður úr Skálholtsskóla 1770 og skrifaður árið eptir í stúdentatölu við háskól- ann; cand. juris 6. febrúar 1776 með 1. einkunn. Hann varð s. á. lögsagnari Jóns sýslumanns Árnasonar í Snæfellsnessýslu, og þegar Jón Árnason dó, árið eptir, stóð hann fyrir sýslunni, þangað til Jón Amórsson tók við; síðan fjekk hann Suður-Múlasýslu 9. febrúar 1778 (sbr. A 75) og andaðist þar 2. apríl 1781. Hann átti Soffiu Erlendsdóttur sýslumanns í ísafjarðarsýslu Olafs- sonar; þeirra böm voru: Kjartan ísfjörð kaupmaður, og Charlotte fyrst gipt Henrik Henkel kaupmanni og síðan Matthiesen general í danka landhernum. 103. þorleifur Nikulásson, fæddur 1732, sonurNiku- lásar Magnússonar sýslumanns í Rangárvallasýslu og og konu hans Rannveigar J>orsteinsdóttur prests á Holti undir Eyjafjöllum Oddssonar; útskrifaður úr Skálholtsskóla 1755; cand. juris 23. apríl 1762 með 3. einkunn í hinu teóretiska og 2. einkunn í hinu prakt- iska prófi. Hann varð varalandþingisskrifari 16. marz 1764 og gegndi því embætti úr því, en tók við því fyrir fullt og allt, þegar Sigurður landþingisskrifari á Hlíðarenda dó, 1780. þegar alþingi var af numið með

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.