Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 62
268
prests á Gilsbakka, og fyrri konu hans Ragnheiðar
Vigfúsdóttur sýslumanns J>órarinssonar; útskrifaður úr
Bessastaðaskóla 1844; fór utan 1848 og tók próf í
dönskum lögum 3. maí 1851 með 1. einkunn í báðum
prófum. Hann var settur sama ár fyrir Skaptafells-
sýslu og fjekk veitingu fyrir henni 23. april 1852;
hann þjónaði Skaptafellssýslu til 31. júlí 1879, en
hafði fengið lausn frá embætti 22. janúar s. á.; bjó
hann þar á Kirkjubæjarkiaustri og Holti á Síðu, en
býr nú í Krisuvík. Árni sýslumaður er tvíkvæntur;
fyrri kona hans var Elsa (*j* 1858) Berentsdóttir frá
Ytri-Sólheimum Sveinssonar, og eru þeirra börn : Helga
kona Páls gullsmiðs þorkelssonar í Reykjavík og
pórarinn timbursmiður. Seinni kona hans er Elín
Ámadóttir frá Dyrhólum Hjörtssonar.
2. Árni Thorsteinsen, fæddur 1802, sonur J>orsteins
bónda Runólfssonar í Keblavík á Snæfellsnesi og
konu hans Solveigar Bjarnadóttur á Tröð hjá Máfahlfð
Snorrasonar; útskrifaður úr heimaskóla 1825; exam.
juris 27. október 1828 með 1. einkunn f báðum próf-
um. Hann varð árið eptir umboðsmaður Arnarstapa
jarða, fjekk veitingu fyrir ísafjarðarsýslu 6. maí 1834,
en fór aldrei þangað og fjekk lausn frá henni 15. nóv-
ember s. á.; sfðan fjekk hann Snæfellsnessýslu 15.
apríl 1842 og hjelt jafnframt umboðinu. Hann bjó í
Krossnesi og andaðist þar 24. marz 1848. Kona hans
var Christense Benedicte (-j- 13. maí 1869) dóttir Andr-
esar Steenbachs kaupmanns á Dýrafirði; börn þeirra
voru: Jón bóndi á Grímsstöðum við Reykjavík; Georg
verzlunarmaður; Andrea fyrri kona Guðbrandar ljós-
myndara Gudbrandsens; Jakobína kona Stefáns Daní-
elssonar á Grundarfirði, og Carólína.
3. Björn Blöndahl, fæddur á Blöndudalshólum 1.
nóvember 1787, sonur sjera Auðunar Jónssonar á
Blöndudalshólum og konu hans Halldóru Jónsdóttur