Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 63

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 63
269 prests á Auðkúlu Björnssonar; útskrifaður úr Bessa- staðaskóla 1809; var síðan um tíma við verzlun á Höfðakaupstað, fór utan 1815 og tók próf í dönskum lögum í janúar 1818 með 1. einkunn í báðum próf- um. Hann var síðan á skrifstofu Gríms Johnssonar í Skjelskör og Moltkes stiptamtmanns í Reykjavík og fjekk Húnavatnssýslu 22.júní 1820; þjónaði hannhenni til dauðadags. Hann var í embættismannanefndinni 1 Reykjavík 1839 og 1841 og sat á alþingi 1845 sem konungkjörinn þingmaður. Hann bjó á Hvammi í Vatnsdal og andaðist þar 23. júní 1846; en 26. júlí s. á. var honum veitt kansellíráðs nafnbót. Kona hans var Guðrún (•{■ 20. ág. 1864) þórðardóttir kaupmanns á Akureyri Helgasonar, og voru þeirra börn: Lúðvíg snikkari; Sigríður kona sjera Sigfúsar Jónssonar á Tjörn á Vatnsnesi; sjera Jón á Hofi á Skagaströnd, seinna kaupstjóri á Grafarósi; Benidikt umboðsmaður, i Hvammi; Magnús, síðast settur sýslumaður í Rang- árvallasýslu; þorlákur, siðast settur sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu; Gunnlaugur sýslumaður (A 25); Lárus sýslumaður (A 58); Ágúst bóndi á Flögu; Jósef verzlunarstjóri á Grafarósi og Páll hjeraðslæknir, í Stafholtsey. Æfisaga hans er prentuð i Rvik 1848. 4. Brynjólfur Svenzon. fæddur á Vogsósum 13. júlí 1799, sonur sjera Benedikts Sveinssonar í Hraun- gerði og konu hans Oddnýjar Helgadóttur bónda á á Hliði á Álptanesi Jónssonar; útskrifaður úr Bessa- staðaskóla 1823; var síðan nokkur ár skrifari hjá Bonne- sen sýslumanni í Rangárvallasýslu, fór utan og tók próf í dönskum lögum 3. maí 1831 með 1. einkunn í báð- um prófum. Eptir það var hann um tíma ritari land- fógeta í Reykjavík, varð sýslumaður í Barðastrandar- sýslu 10. maí 1847 °g' síðan í Borgarijarðarsýslu 16. maí 1850. Hann andaðist 14. nóvember 1851, ókvæntur.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.