Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 64

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 64
270 5. Ebenezer þorsteinsson, fæddur á Eyjadalsá 1769, sonur sjera f>orsteins síðast prests á Skinnastöðum Jónssonar og konu hans Ingibjargar Gunnarsdóttur frá Ásgeirsbrekku þorlákssonar; útskrifaður úr Hólaskóla 1795, var síðan djákni á þingeyrum, fór utan og tók próf í dönskum lögum 29. júní 1801 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann varð sama ár lögsagnari Jóns sýslumanns Jakobssonar á Espihóli og árið eptir skrif- ari Ludvigs amtmanns Erichsens; 27. nóvember 1804 var hann settur til að þjóna Snæfellsnessýslu og þjón- aði henni til 1. febrúar 1806. Eptir það reisti hann bú á Fremri-Langey á Skarðsströnd, en var settur fyrir ísafjarðarsýslu 7. ágúst 1810 fyrst vegna Jóns sýslu- manns Johnsoníusar, og þegar hann hafðifengið lausn 18. júlí 1812, á eigin ábyrgð, og flutti Ebenezer sig þá að Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði og þjónaði ísa- fjarðarsýslu fram á sumar 1834. Hann bjó síðan em- bættislaus í Hjarðardal og andaðist þar 1843. Kona hans var Guðrún (J- 11. okt. 1865) dóttir sjera þ>órðar aðstoðarprests í Skarðsþingum Ólafssonar, og voru þeirra dætur: Anna, fyrst gipt Kristjáni dannebrogs- manni Guðmundssyni í Vigur og síðan Sigmundi Er- lingssyni í Vigur, og Ingibjörg kona Kristjáns kamm- erráðs Magnusens á Skarði. 6. Eirikur Sverrisson, fæddur á Kirkjubæjarklaustri 1790, sonur Sverris bónda Eiríkssonar á Rauðabergi og seinni konu hans Sigríðar Salomónsdóttur frá Arn- ardrangi þorsteinssonar; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1808 ; reisti síðan bú á Hurðarbaki í Flóa 1811 og og gekk að eiga Guðlaugu Eiríksdóttur bónda í Bol- holti Jónssonar, en hún andaðist 1813, og brá hannþá búi og var um tíma á skrifstofu Theódórs Thorlacíusar sýslumanns í Árnessýslu og við verzlun á Eyrarbakka; fór svo utan 1820 og tók próf í dönskum lögum árið eptir með 1. einkunn í báðum prófum. Hann var síð-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.