Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 67
273
lög’sagnari Jóns sýslumanns Jakobssonar á Espihóli
1799, en var skipaður í jarðamatsnefndina 18. júní 1800
og starfaði i henni til 4. júlí 1806 (sbr A 1). Síðan
fjekk hann Eyjafjarðarsýslu 17. apríl 1805 og þjónaði
henni til dauðadags; jafnframt var hann settur amt-
maður í norður- og austuramtinu, þegar Grímur Johns-
son ljet af því 1833. Hann fjekk kammersekretera
nafnbót 26. september 1804 og kammerráðs nafnbót
2. maí 1816. Eptir að hann var orðinn sýslumaður,
bjó hann á Kjarna og Grund, og andaðist á Grund
17. febrúar 1834. Kona hans var Valgerður (J- 24.júlí
1872) Árnadóttir prófasts Sigurðssonar á Holti undir
Eyjafjöllum og börn þeirra: Jóhann Gunnlaugur, prest-
ur í Danmörku; Kristján Gunnlaugur snikkari, tók
sjer bólfestu erlendis; Kristjana Jóhanna gipt i J>ýzka-
landi Dr. philos. Schiitz; Olafur timbursmiður á Grund;
Eggert Ólafur sýslumaður (A 16); Jóhanna Kristjana
fyrst gipt sjera Gunnari Gunnarssyni á Laufási, síðan
sjera þorsteini Pálssyni á Hálsi; og Jóhann Kristján,
prófastur, i Hruna.
Æfisaga Gunnlaugs sýslumanns Briems er prent-
uð í Kmh. 1838.
11. Halldór Thorgriinsen, fæddur á Lambastöðum
á Seltjarnarnesi 29. apríl 1789, sonur Guðmundar dóm-
kirkjuprests þorgrímssonar og konu hans Sigríðar Hall-
dórsdóttur prófasts Finnssonar í Hítardal; útskrifaður úr
heimaskóla af stjúpföður sinum Geir biskupi Vídalín
1811; exam. juris 20. janúar 1813 með 1. einkunn í
hinu teóretiska og 2. einkunn í hina praktiska prófi.
Hann var settur sýslumaður í Kjósar- og Gullbringu-
sýslu 15. apríl 1814 en var dæmdur frá embætti 11.
nóvember 1818 og lifði eptir það embættislaus. Hann
andaðist í Reykjavík 30. september 1846. Kona hans
18*