Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 76

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 76
í82 sonar, og þeirra börn: Björn bóndi á Belgsholti í Borg- arfirði, og Guðrún kona sjera Jóns Thórarensens á Tjörn í Svarfaðardal. 24. Sigurður Thorgrímsen, fæddur á Saurbæ á Hval- fjarðarströnd g. október 1782, sonur Björns prófasts þor- grimssonar, síðast á Setbergi, og fyrri konu hans Helgu Brynjólfsdóttur sýslumanns Sigurðssonar í Hjálmholti; útskrifaður úr heimaskóla 1800. Fór hann síðan utan og komst í rentukammerið og varð kopíisti þar 10. júní 1811 ; 14. október s. á. tók hann próf í dönskum lögum með 1. einkunn í báðum prófum. Hann var skipaður landfógeti á íslandi 18. mai 1812 og 15. júlí s. á. jafnframt bæjarfógeti í Reykjavík, hvorttveggja frá 1. ágúst 1813. Frá þeim embættum íjekk hann lausn 1828, frá landfógeta embættinu 24. maí og frá bæjarfógetaembættinu 2. júli, og andaðist i Reykjavík 21. febrúar 1831. Kona hans var Sigríður (-j- 1878) Jónsdóttir skipstjóra Vídalíns; þau áttu ekki börn. 25. Skúli Magnússon, fæddur í Búðardal 6. apríl 1768, sonur Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Dalasýslu, og fyrri konu hans Ragnhildar Eggertsdóttur frá Skarði á Skarðsströnd Bjarnasonar; útskrifaður úr heimaskóla 1791 og skrifaður árið eptir í stúdentatölu við háskól- ann ; exam. juris 26. janúar 1796 með i.einkunní hinu teóretiska og 2. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann gjörðist sama ár lögsagnari föður síns í Dalasýslu og fjekk veitingu fyrir henni 18. apríl 1804 og þjónaði henni til dauðadags; kammerráðs nafnbót fjekk hann 21. maí 1831. Skúli sýslumaður bjó á Skarði á Skarðs- strönd og andaðist þar 14. júní 1837. Kona hans var Kristín (-{- 9. nóv. 1851) Bogadóttir frá Hrappsey Bene- diktssonar, og þeirra börn: Ragnhildur, kona þorvald- ar umboðsmanns Sívertsens í Hrappsey; Kristján sýslu- maðuráSkarði (B 17) og Kristín, kona Jóns Eggerts- sonar í Fagradal.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.