Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 77

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 77
2«3 26. Stefán Gunlögsen, fæddur á Hallormsstað 9. október 1802, sonur sjera Gunnlaugs þórðarsonar, prests þar, og fyrri konu hans Ólafar Högnadóttur bónda Torfasonar; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1825; exam. juris 31. október 1826 með 1. einkunn i hinu teóretiska og 2. einkunn í hinu praktiska prófi. Eptir það var hann á skrifstofu Moltkes stiptamtmanns í Álaborg og fjekk Borgarfjarðarsýslu 24. maí 1828, og bjó þar á Belgsholti og á Krossi á Akranesi; síðan fjekk hann Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. febrúar 1835, og með kgsúrsk. 9. október 1838 var honum leyft að hafa embættaskipti við Morten Hansen Tvede land- og bæjarfógeta, þannig að hann s. d. var skipaður landfógeti og 4. desember s. á. bæjarfógeti í Reykja- vík; 28. júní 1847 fjekk hann kammerráðs nafnbót. Hann fjekk lausn frá embættum sínum 1848, frá bæjar- fógetaembættinu 30. júní og frá landfógetaembættinu 28. júlí, en þjónaði þó landfógetaembættinu til i.ágúst 1849; var hann þá settur fyrir Borgarfjarðarsýslu og þjónaði henni þangað til Brynjólfur Svenzon tók við árið eptir. Síðan 1851 hefur hann verið í Kaupmanna- höfn embættislaus. Hann sat í embættismannanefnd- inni í Reykjavík 1839 og 1841. Stefán kammerráð er tvíkvæntur; fyrri kona hans var Ragnhildur (-j* 15. október 1841) dóttir Benedikts assessors Gröndahls, og þeirra börn: Ólafur Dr. phil., í Parfs; Bertel, skóla- genginn í Rómaborg, og Ólöf. Seinni kona hans var Jórunn (•{•1871) Guðmundsdóttir bónda á KrókiíFlóa. 27. Torfi Thorgrímsen, fæddur á Lambastöðum á Seltjarnarnesi 8.júní 1790, albróðir Halldórs Thorgrím- sens (B n). Hann fór utan og leysti af hendi undir- búningspróf við háskólann og síðan próf í dönskum lögum 1817 með 1. einkunn í báðum prófum. Kom hann þá út aptur til íslands og var fyrst í Reykjavík og flutti mál við yfirdóminn, en gjörðist síðan verzl-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.