Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 2
194
og vesölum hugsunarhætti landsmanna lýsa annars
bezt af öllu hinar ýmsu, hörmulegu og næstum árlegu
kvartanir landsins helztu manna á alþingi þessi hin
siðustu ár aldarinnar, og vil eg því tilfæra hér
nokkrar.
Árið 1683 sneru alþingismenn sér til konungs og
báðu hann „álita landsins stóra armóð, fátækt, aumt
og háskalegt ástand hvað næringuna snertir, sér í lagi
þegar fiskirí slær feil og hörð ár í burtu taka pening-
inn“. i68q er á alþingi svo skýrt frá högum landsins:
„margtfólk í hungri og vesöld útaf dáit, þar til stofn-
aðist undir mesta hallæri og bjargræðisbrest sökum
fiskileysis við sjóinn og fordjörfunar á jarðarinnar á-
vöxtum, málnytan kýr og ær til matar niðrskorit, og
fólkit i allmörgum sveitum heilmargt i hungri og ves-
öld burtdáit, og enn nú undir dauða komit, þá lög-
þingismenn til vissu“. 1696 var tekin skýrsla á al-
þingi um ástand landsins, og hljóðar hún svo: „]?au
harðindi og óáran hafa á næstliðnum vetri upp á fall-
it, sem ekki vitast dæmi til innan næstu 100 ára eða
lengr, einkanlega með stórfeldum missir sauðfjárins og
hestanna, hvörs lifi fólk gat eigi bjargat, sökum þess
ens stærsta grasbrests yfir allt landit almennilega, og
sveitafólk vegna hestaleysis ómögulega kunnat at ná
sjóföngum, til að næra sitt Uf með, og þar að auki
bæði til sveitanna og sjávarsíðu kúpeningi naumlega
við lif haldit, því síðr at hann kynni af sér venjulega
mjólk gefa, sérhverju heimili til forsorgunar, og sann-
bevísanlegt er, at margar jarðir, sem í fullri bygging
vóru fyrra árit, kunna nú eigi byggjast fyrir litla eðr
nokkra landskuld, eðr kúggilda meðsetning — svo nú
allvíða áhorfiz, at yfir hangi hungr, hallæri og
manndauði“.
Árið 1697 krafði yfirskrifari Mathias Moth i nafni
konungs útboðs af landinu, 30 til 40 ungra manna.