Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 3
195
fessu útboði svöruðu alþingismenn sama ár; og með
því svar þetta lýsir svo einkarvel ástandi landsmanna,
einkum hinu andlega, þá þykir mér hlýða að taka það
orðrétt upp í ritling þenna, og er það svo látandi:
„í djúpustu undirgefni ber og viljum vér hlýða
Hans Kóngl. Majt.s háttprísandi náð, og fyrir Hans
Majt.s fótskör framleggjum þessa auma og fátæka lands
sorgarlegt og aumkvunarlegt tilstand, í því, að Drott-
inn Zebaoth hefir heimsókt og vitjað vor, vegna vorra
margfaldra synda og misgjörða, með stórum harðind-
um, hungri og dýrri tíð, svo fjöldi fólks í hungri burt
sofnað hefir, hvað ljóslega og fullkomlega bevísast með
lögþingis vitni af alþings prótókolls-bókinni. Hvert
tilstand vér auðmjúklega biðjum veleðla og velbyrðug-
an herra amtmanninn Christian Múller með þessu voru
einföldu svari Hans Excell. Herra Geheimeraad Herra
Mathias Moth vildi overgefa, með undirgefnustu be-
gering, Hans Excell. þessa fátæka lands Patron fyrir
Hans Majt. allra undirdánugast vili intercedera, að
Hans Majt. vili þessa lands fólksútskikkun allra náð-
ugast eptirláta, með því það er landinu til skaða, einn-
ig kann það að vera Hans Majt.s interesse til afdrátt-
ar, ef nokkrir af því eptirlifanda fólki skyldu út tak-
ast af landinu, svo landsins inkomstar forpaktara skip
til fiskiríisins kunni hindrast, og kaupmennirnir, sem
höndlan hér í landi forpaktað hafa, þar við í skaða
von verði; vonandi Hans Excellences Hágunstugheit
þessa fátæka lands útörmun í sitt patrocinium enn nú
sem til forna vili að sér taka, hvað Drottinn allsherj.
ar Hans Excell. aptur ríkuglega umbuni, og vér Hans
Excell.s allra undirgefnast með innilegri bón til guðs
til allrar lukku og blessunar viljum endurminnast“.
Ofan á það ástand, er nú hefir lýst verið, bættist
verzlunarnauð mikil. Ný kaupskrá var sett 1684 og