Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 4
196
var hún þyngri miklu en sú, sem áðr hafði verið.
Landinu var þá skipt í kaupsveitir; og mátti enginn í
kaupsveitinni verzla annarstaðar en við kaupmann
þeirrar sveitar, með hversu lítið sem var, eða hversu
mikið sem við lá, ef hann ekki vildi missa eignir og
frelsi. 1688 fékk landið Kristján nokkurn Mullerfyrir
amtmann, og átti það að bæta stjórnina innanlands.
Muller þessi var maðr drambsamr, uppstökkr, ráð-
ríkr, grunnhygginn og einatt miðr góðgjarn. Hann
hirti lítið um, að kynna sér hugsunarhátt landsmanna
og hið sanna ástand landsins, en lagðist á eitt með
kaupmönnum, að þröngva kostum þess. 1696 var land-
ið leigt um 10 ár þrem mönnum með sköttum og
skyldum. Embættismenn margir vóru stórlátir, ráðrík-
ir, ölgjarnir, en sumir hverjir miðr lærðir, enda var
það nú títt orðið, að menn fengju vonarbréf fyrir em-
bættum löngu áðr en þau losnuðu, og var þá einatt
farið eptir allt öðru en sönnum verðleikum sækjandans.
Dómarar dæmdu eigi jafnan eptir ákveðnum lögum,
heldr og á stundum ýmist eptir venju eða álitum. Mjög
var almenningr hjátrúarfullr og hræddr við galdra,
álfa og djöfla, en allt sannarlegt siðgæði stóð mjög á
veikum fótum. J>jófnaðr, flakk, leti og lausung fór
nálega sívaxandi, og þó lögin vantaði ekki, til að refsa
illgjörðamönnum eptir, og þau væru yfrið hörð, þá
var framkvæmdarvaldið næsta veikt. Að vísu vóru
þjófar hengdir, lauslætiskonum drekkt og margr ná-
lega saklaus hýddr stórhýðingu. En er harðsnúnir
sakamenn áttu hlut að máli, gat svo liðið tugum ára
saman, að þeim yrði eigi hegnt.
f>ó nú landsmenn bæri upp kveinstafi sína fyrir
konungi opt og mörgum sinnum, um nauðir þær, er
þröngdu þeim — hjálpa sér sjálfir hvorki gátu þeir,
eptir því sem stjórnarhögun landsins var þá komið, né
hugsuðu þeir til —, þá kom þó lengi vel eigi annað