Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 9
201
ar skýslur sendu þeir opt —, og sýnir hún ljóslega,
að hvorki andlegr né líkamlegr hagr landsmanna var
sem beztr. Ferðuðust þeir síðan, Árni og Páll, um
landið í io ár, frá 1702 til 1712, stundum báðir sam-
an, en opt sinn í hvoru lagi, og skrifuðu upp jarðirn-
ar, og greindu frá því, hver peningr væri á hverri
jörðu, hversu mikinn pening hún gæti borið, og hverj-
ir væri kostir og ókostir jarðar hverrar. þ>á er og
talið eptirgjald jarða, kvaðir, húsmenn, verstöður, eyði-
jarðir og margt annað; en sá er gallinn á, að allt
þetta eða flest er tekið eptir sögusögn ábúenda, því
að nefndarmenn höfðu ekki nægan tíma til, að kynna
sér þetta sjálfir. Jarðabókin er kend við Árna, þó
það sé fullkomlega víst, að Páll átti meiri þátt í að
safna skýrslunum, og mun það koma til af því, að
Árni tók við skýrslum öllum, og fór með þær til
Kaupmannahafnar. Átti hann að leggja þær út á
dönsku og afhenda þær síðan rentukammerinu, en á
því urðu eigi efndir af hans hendi. Varð það fyrst æði-
löngu eptir dauða hans, að jarðabókarskýrslur þessar
vóru lagðar út og komust svo í hendr rentukammerinu.
Skýrslur þessar, sem nefnast Jarðabók Árna Magnús-
sonar, eru i mörgum bindum i arkarbroti, og er af-
skript af þeim á landsbókasafninu í handritasafni Jóns
sál. Sigurðssonar.
Eigi þekktu menn ljósara erlendis, hvernig til
hagaði hér á landi, en svo, að búizt var við, að nefnd-
armenn gætu lokið starfa sínum á örstuttum tíma;
en svo drógst ár frá ári, að eigi varð fyrir endann
séð, og fór þá rentukammerið að hafa frammi ávítur
miklar og áminningar við Árna fyrir tómlæti, svo sem
1708, 1710 og 1712, og það ár var honum boðið að
koma heim til Kaupmannahafnar, til að gjöra reikning
ráðsmennsku sinnar. Hafði hann tvívegis, meðan á
nefndarstörfunum stóð, farið utan, nefnil. 1705 og 1708,