Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 13
205
víðar; en það er hin glöggsæja. þekking hans á forn-
fræði og hans mikla og þrautgóða ástundun að safna
fornum handritum, einkum íslenzkum, enda hefir hann
með þessu unnið vísindunum hið mesta gagn.
Við siðaskiptin dreifðust handrit af fornsögum
vorum og önnur forn skjöl, sem geymzt höfðu við
klaustrin, út um land allt, og vöktu þau með tíma at-
hygli manna bæði hér á landi og í Danmörku á forn-
öldinni og afreksverkum forfeðranna. Hinn fyrsti ís-
lendingr eptir siðaskiptin, sem stundaði fornfræði, var
Arngrímr Jónsson hinn lærði, prófastr á Melstað (-j-
1648). Fékk hann orð á sig erlendis; því að hann
ritaði á latinu, og fyrir því bauð konungr íslendingum,
að láta af hendi við Arngrím afskriftir af fornritum,
er hann skyldi snúa á dönsku og senda sagnaritaran-
um Niels Krag, er tekizt hafði á hendr að rita „dansk-
ar sögur“ og „afrek fornkonunga“. þetta konungsboð
notaði Arngrímr til að safna handritum fyrir sjálfan
sig, og komust mörg af þeim til Danmerkr. Um sama
leyti tók Oddr byskup Einarsson í Skálholti (byskup
frá 1589 til 1631) að safna handritum, og varð það
safn mikið, en það brann 1630. Um þessar mundir
fóru menn hér á landi af miklu kappi að rita handrit-
in upp ; en Olafr Worm (-J 1654), háskólakennari í
Kaupmannahöfn, vakti nýjan áhuga á fornfræðinni í
Danmörku. Ritaðist hann á við Brynjólf Sveinsson
byskup (frá 1659 til 1674) og fleiri lærða íslendinga,
og sendu þeir honum mörg handrit. Hinn 3. maí 1650
bauð Friðrik III. höfuðsmanninum, Henrik Bjelke, að
semja við Brynjólf byskup, að koma til Kaupmanna-
hafnar 0g vera þar einn vetr til að gefa út á prent
fornrit. Brynjólfr fór hvergi, en sendi konungi ýms
handrit, bæði frá sér og öðrum. 1662 ferðaðist J>or-
móðr Torfason (f 1719), er seinna varð hinn frægasti
maðr, hér um land til að safna handritum, og bauð þá