Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 14

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 14
206 konungr byskupum báðurn, Gísla forlákssyni á Hólum (bysk. frá 1657 til 84) og Brynjólfi að styrkja hann í þessu, og komust flest af handritum þessum á bók- hlöðu konungs. Hinn 7. júní 1681 gjörði Kristján V. Hannes, son jporleifs lögmanns Kortssonar, að fornfræð- ingi sínum, og bauð honum þá, að útvega til bóklöðu sinnar „gömul og fágæt handrit ásamt útleggingu og skýringum yfir þau“. Hannes, sem þá var ungr, en mundi án efa hafa orðið merkr maðr, ef honum hefði auðnazt aldr til, drukknaði skömmu seinna. Síðan varð Tómas Bartólín sagnaritari eða fornfræðingr konungs (1684), og varð það eptir uppástungu hans, að Kristján V. bauð hinn 4. apríl 1685 landfógetanum hér á landi, Kristófer Heideman, að safna handritum þeim, er enn þá kynnu að vera til í landinu, og senda þau til Bartó- lins. Var því við skotið, að þetta væri nauðsynlegt, með því að mikill fjöldi af handritum væri þegar kom- inn til annara landa, og þau gefin þar út smátt og smátt. Var íslendingum harðlega bannað, að láta af hendi handrit við utanríkismenn. Bann þetta var stílað gegn Svíum, þvi að þangað fóru að berast héðan handrit eptir miðja 17. öld, einkum eptiraðjón Rugman kom þangað. Jón var ættaðr að norðan og ætlaði til Kaupmannahafnar 1658, enþávar styrjöld með Dönum og Svíum. Sviar tóku Jón höndum og fluttu hann til Gautaborgar og þaðan komst hann til Stokkhólms 1660; en þá var friðr kominn á, og var hann nú sendr til íslands til að safna handritum, og gekk honum sú ferð að óskum. 1667 var fornfræðafélag stofnað í Stokkhólmi, og skyldi nú á hverju sumri senda Jón til ís- lands og Noregs til að afla handrita. Jón dó 1679; en eptir dauða hans vóru íslendingar venjulega í þjónustu fé- lags þessa og það fram á miðja 18. öld. Áttu þeir að snúa íslenzkum handritum; en auk þess fengu þeir mörg íslenzk handrit Svíum til handa, enda var þá á-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.