Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 18
210
1 öllum heimi“. Allar hinar prentuðu bækr hans
brunnu, og vóru þær meir en 6000 rd. virði, en það er
yfir 100,000 kr. eptir peningagildi nú á timum. Af
handritasafni hans varð tæpum þriðjungi bjargað, en
það vóru helzt skinn- og pappírshandritin af sögunum.
j?ar á móti brunnu nálega öll fornbréfin, handrit af
annálum, máldögum og svo framvegis. Árni hafði og
sjálfr ritað ýmislegt viðvikjandi bókmenntum íslands
og æfisögum byskupa, hirðstjóra, lögmanna og fleira,
og brann það allt. Var Árna hin mesta eptirsjón í
þessu; hafði hann safnað sumu úr skjölum þeim, er
þá vóru ófáanleg, en öðru eptir munnlegri sögusögn,
og sá hann þvi, að skaði þessi varð ekki bættr. Mjög
fékk þessi hryggilegi atburðr á Árna. í bréfi til kunn-
ingja síns farast honum þannig orð: „bókamissir minn
hefir mjög breytt skaplyndi mínu“; og þá er vinir
hans reyndu til að hugga hann, var jafnan viðkvæði
hans: „gleði mín er horfin og hana megnar enginn
maðr að veita mér aptr“, og var það eigi að furða,
er hann sá, að ávextir af starfa þeim, er hann hafði
helgað líf sitt, vóru svo mjög skerðir. þ>ótt Árni væri
65 ára gamall, er slys þetta bar að, þá lagði hann eigi
árar f bát, heldr gjörði allt, er hann mátti, til að fá
skaða sinn bættan. Ritaði hann í allar áttir vinum sín-
um og vandamönnum, og bað þá að útvega sér eptir-
rit að fornbréfum fyrir siðbótartímann og öðrum þeim
skjölum, er hann hafði misst, og þá er þess er gætt,
hvað honum varð ágengt hinn stutta tíma, 1 ár og 3
mánuði, sem hann átti þá eptir ólifað, eru allar líkur
til, að hann hefði fengið skaðann töluvert bættan, ef
honum hefði auðnazt aldr í nokkur ár.
þ>ó Árni væri á sinni tíð einn hinn fróðasti maðr
i íslenzkri tungu, ágætlega að sér í fornum sögum og
fornum lögum Norðrlanda, og öllum öðrum fremri að
þekkingu í íslenzkri bókmenntafræði, þá liggr þó eigi