Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Síða 25
217
þessum skipaferðamönnum verið lagt til vikunesti frá
Bessastöðum, en síðan urðu þeir að fæða sig sjálfir að
öllu. Skipaferðir þessar lögðust niður í tíð Heidemanns
fógeta, en þá kom í þeirra stað:
6. Móupptekt handa Bessastaðamönnum. Væri tveir
ábúendr, átti hvor þeirra að taka upp úr gröf iofóta
breiðri og 15 eða 20 fóta langri; væri ábúandi einn á
jörðu, skyldi mógröfin vera helmingi lengri, og urðu
bændr að fæóa sig sjálfir, eða menn þá, er þeir lögðu
til í vinnu þessa.
7. Húsastörf á Bessastöðum; og er sagt, að þau
hafi verið heimtuð í tíð Heidemanns, og menn verið
stundum við þau í 3 daga, og orðið að fæða sig sjálfir.
jpetta á að líkindum svo að skilja, að Heidemann hafi
fyrstr heimtað þá kvöð af konungs landsetum, að
þeir léti árlega, er á þyrfti að halda, mann að Bessa-
stöðum, og það stundum í 3 daga, til að vinna þar
að byggingum. En að þetta hafi þó komið fyrir,
áðr en hann varð fógeti, má sjá á því, að 1667 lét
Otto Bielke bændr á Álptanesi og í Mosfellssveit
byggja víggirðingu á Bessastöðum, og var því við
skotið, að hún skyldi vera landinu til varnar gegn
Englendingum, er við sjálft lá að segðu Dönum stríð
á hendr; en landsmenn aðrir urðu eptir peningaverði
þessara tíma að láta af höndum í þessu skini
27,000 kr.
8. Kvöðin var sú, að sækja timbr fyrir Bessastaða-
menn á tveim hestum austr í þingvallaskóg. Hafa
bændr án efa orðið að leggja til hestana, og sjálfir
urðu þeir að fæða sig á ferðum þessum. f>að, sem
hér er kallað timbr, er án efa það, sem nú er kallað
raptskógr; en það er skógr svo stór, að hann verðr
notaðr til áreptis. fessi kvöð stóð að eins meðan
Heidemann var fógeti á Bessastöðum.
9. jpá var og enn, að bændr urðu að ljá Bessa-