Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 26
218
staðamönnum hesta til ferðalaga; ferðir þessar vóru
einkum og sér í lagi austr á fingvöll, því þangað
höfðu höfuðsmenn og umboðsmenn árlega lest mikla,
þá er þeir fóru á alþing, eins og við var að búast, því
að þangað urðu þeir að fiytja margs konar farangr,
svo sem tjöld, rúmföt, vistir, vín og borðbúnað, því að
stundum héldu þeir veizlur, eins og hæfa þótti hinum
æðsta embættismanni konungs á landinu. En stundum
urðu bændr og að ljá hesta i lengri ferðir, t. d. norðr
í land, austr í Skálholt, og suðr á Miðnes, og var svo
langt frá því, að bændr fengju borgun fyrir hestalánin,
að dræpist hestrinn eða meiddist til skemmda, urðu
þeir að hafa slíkt bótalaust.
io. þ>á var enn ein kvöð, og var hún sú.aðbændr
urðu að taka fóðr. Var það víst sjaldan minna en 2
lömb og opt mikið meira, svo sem hestr, naut eða kýr;
og urðu bændr að borga fóðrpeninginn, ef hann drapst.
pessar 2 síðasttöldu kvaðir lágu og á mörgum fleirum
en konungs landsetum. Áuk þessa vóru og sérstakar
smákvaðir, sem einstöku búendr höfðu að gegna, svo
sem að reka fóðrpening í fóðr, fiytja .lax frá Elliðaán-
um, fylgja lest Bessastaðamanna austr á f ingvöll, og
fiytja þá út í Viðey, er á þurfti að halda-— Ekki dugði
búendum að mælast undan kvöðum þeim, er Bessa-
staðamenn vildu á þá leggja. Dæmi Markúsar í Helga-
dal sýnir, hvers þeir máttu vænta, er eigi gengu ó-
skorað undir álögur þeirra.
Margar af kvöóum þessum, er nú hafa taldar ver-
ið, vóru sérstakar fyrir þær jarðir, er Bessastaðamenn
bygðu, en þær lágu í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og
að því leyti var erfiðara á þeim að búa, en öðrum jörð-
um. En hvergi hér á landi var kvaða kúgun til líka við
það, sem hún var í Danmarku sjálfri, því að mikið af
bændalýðnum þar lifði við þann hag, erlíktist miklufremr
hag ánauðugra manna, en frjálsra og sjálfstæðra bænda.