Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Síða 101
þjóð þessi heíir getað haldið máli sínu og siðum óbreytt-
um um mörg þúsund ára, af því hún hefir verið svo af-
skekkt uppi í reginfjöllum.
Eins og kunnugt er, hafa Kússar mjög fært takmörk
sín í Asíu suður á við á síðustu árum; eru þeir nú búnir
að leggja undir sig mestallan Turkestan; nú seinast
náðu þeir landinu Merw; eru þeir svo komnir suður undir
Hindukusch; eins og kunnugt, er urðu allmiklar deilur
milli Kússa og Englendinga lir út þessu landnámi, og var
kosin nefnd manna til þess að gá að landamerkjum milli
Kússlands og Afganistan; voru margir vísindamenn í för-
inni og gerðu þeir margar mælingar og rannsóknir í þeim
héruðum; sá hét J. Hill, sem var foringi ensku sendi-
mannanna; hafa ýms rit verið gefin út um þessar rann-
sóknir. Rússneskur maður, Lessar að nafni, hefir skoðað
og mælt sömu hóruð fyrir rússnesku stjórnina; á ferðum sín-
um fann hann meðal annars skarðið Herirud suður til
Herat; er þar hægt um að fara, þótt með töluvert lið sé.
Englendingar urðu mjög hræddir, er þeir heyrðu það; því
nú grunar þá, að Rússar eigi ekki langt suður á Indland,
ef þá langar til. Síðan Rússar köstuðu eign- sinni á
Turkestan, hafa þar orðið töluverðar framfarir; því nú er
því sterk og öflug stjórn, er stýrir öllu, en áður höfðu menn
engan frið fyrir illdeilum, ránum og gripdeildum. Landi
er þar svo háttað, að meginhluti þess er ófrjóvar eyði-
merkur, en alstaðar þar sem vatn rennur, er landið mjög
frjóvsamt og hver blettur ræktaður; er ánum veitt í ótal skurði
til að vökva akrana og garðana, og ér öll auðsæld manna
komin undir vatninu; svo er t. d. í Khiwa, og í Samarkand,
sem stendur í Serafschan-dalnum. Badloff, háskólakennari í
Kasan, hefir nýlega ferðazt þar um; segir hann, að hinir
ræktuðu blettir séu sannkölluð paradís í samanburði við
sandana og eyðimerkurnar í kring. I Serafschan-dalnum
kringum Samarkand rennur áin í óteljandi skurðum og
kvíslum; þar er hver blettur notaður; þar eru skrúðgrænar
engjar, hveitiakrar og tóbaksekrur, og forsandi lækir á milli,
en á bökkunum trjáraðir, sumstaðar sígræn tré, sumstaðar