Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 103
295
hafi austur um Turan. Bf hægt væri að veita
Amú Darja í Kaspíhafið, þá mætti fara vatnsveg alla
leið úr Eystrasalti austur undir Pamír; hafa margir vís-
indamenn verið sendir til þess að rannsaka þessi héruð,
gera þar nákvæmar hallamælingar o. s. frv. Til skamms
tíma vissu menn eigi gjörla, hvar austurhlutinn af hinum
forna árfarvegi lá, en nýlega hefir Daniloff fylgt honum
öllum, svo nú eru nokkur líkindi til að eitthvað verði úr
þessu stórkostlega fyrirtæki. Járnbraut er farið að leggja
frá Krasnowodsk við Kaspí-haf; á hún að liggja austur til
Merw og þaðan að Amú Darja; brautin verður yfir 100
mílur á lengd; var hún nærri hálfnuð í haust eð var; í
vor á hún að vera komin til Merw og að hausti er ætlazt
til að hún verði búin austur að Amú Darja; þegar þetta
verk er fullgjört, geta Rússar á örstuttum tíma sent her
inn í miðjan Túran, og eru þá komnir mjög nærri skörð-
unum, sem liggja austur til Herat yfir Hindukusch, og
þaðan er ekki langt suður til Indlands. Járnbraut þessi
kostar hér um bil 35 miljónir króna. Rússakeisari er að
reyna að efla samgöngur í hinu víðáttumikla ríki sínu; nú
er meðal annars farið að leggja járnbraut austur um Sí-
biriu; það er farið að vinna að henni og nokkur spotti
búinn frá Jekaterinenburg til Kamyslow.
Sibiriakoff, ríkismaður rússneskur, sem styrkti Norden-
skiöld til ferðarinnar á Yega kring um Asíu, hefir síðan
gjört sér allt far um að efla verzlun í Síbiríu og gera
þangað greiðari samgöngur; hefir hann sent hvert skipið
eptir annað sjóleiðina, sem Nordenskiöld fann, með vörur
austur til Lena og annara Síbiríu-fljóta, en ferðirnar hafa
gengið mjög skrykkjótt sökum ísa, og aldrei verður sjóleið-
in tíðfarinn verzlunarvegur. Nú er Síbiríakoff að láta
rannsaka landleiðina og fljótin í Síbiríu, til þess að sjá,
hvort ekki má ryðja verzluninni brautir á þennan hátt;
sjálfur rannsakaði hann skörðin norðan til í Ural 1884 til
þess að finna góðan veg frá Petschora til Ob, og tókst það
fremur vel; hefir hann látið flytja vörur yfir Uralfjöllin á
hreindýrasleðum milli fljótanna, er fyr voru nefnd, og svo