Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 104
296
á bátum; seinna ætlar Síbiríakoff að leggja járnbraut yíir
fjöllin og þá greiðast til muna samgöngur milli Norður-
Rússlands og Sibiríu.
Vísindamenn þeir, sem Rússar sendu 1883 til veður-
athugunar við mynnið á Lena, hafa haft mikinn árangur
af ferðinni; sérstaklega hefir A. Bunge, sem getið er um
fyr í Tímaritinu (1885 bls. 269), gert þar ágætar rann-
sóknir og athuganir; hann hefir rannsakað bæði jurta- og
dýralifið, leifar forndýra, breytingar fljótanna, ísmyndun-
ina o. m. fl. Sandeyjarnar í mynninu á Lena eru mjög
breytilegar; af verkunum frosts og þíðu liðast þær í sundur
og breytast á ýmsan hátt, svo lega og rennsli kvíslanna er
sitt hvað á hverju ári. Veturinn 1883-84 var með mild-
asta móti; frostið varð aldrei meir en 48° G! Ibúarnir þar
eru fáir, einstöku Jakútar í smáþorpum, og þeir eru að
deyja út af bólunni og öðrum næmum sjúkdómum. Frakk-
neskur jarðfræðingur, Martin að nafni, rannsakaði sumarið
1884 löndin á milli Lena og Amúr; var ferðin yfir Stanowoi-
fjöllin mjög örðug og hættuleg; Martin hafði með sér 20
fylgdarmenn, 120 hreindýr, 8 hesta og fjöldamarga hunda
til þess að draga sleða; þegar hann komst suður að Amúr,
var hann búinn að missa tvo menn, 35 hreindýr, alla
hestana og 9 hunda. Héruð þau, er Martin fór um, voru
alveg ókunn áður, og svo er um mörg héruð í Síbiríu, að
Európumenn hafa þar aldrei komið til rannsókna eða
mælinga.
Fyrir skömmu hafa fundizt stórar gullnámur við Amúr-
fljótið; þangað flykkjast menn hópum saman; snemma á
árinu 1885 voru þangað komnir 5000 gullnemar, og allt af
var að fjölga; matvæli eru þar öll fjarska-dýr; fæði fyrir
karlmann kostar að minnsta kosti 12 kr. á dag; frainan af
var töluverð óregla við námurnar, eins og títt er undir lík-
um kringumstæðum, en seinna skiptu gullnemar sér í
flokka, völdu sveitarstjóra og refsuðu grimmilega fyrir öll
afbrot á móti góðri reglu. Kínverjar sækja þangað hópum
saman, og voru orðnir hér um bil 800 að tölu. Ekki er