Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 108
300
norður eptir landi fram með ánni Saluen allt norður til
Ynnan, syðst í Kína; það er fjalllendi, mjög málmauðugt,
og íbúar margir, svo menn hyggja þar gott til verzlunar.
Frakkar eru líka að búa sig til að leggja járnbraut þangað
norður; á hún að liggja frá Bangkok norður um Siam.
Austur-Indland verður eflaust bráðum eign Európumanna,
því bæði áttu þeir áður miklar nýlendur við sjóinn, og nú
eru Englendingar, sem kunnugt er, búnir að taka Birma
og Erakkar Tongking. Til þess að greiða fyrir verzluninni
í Kína hafa menn verið að hugsa um að grafa skurð
gegn um Malakka-skagann, þar sem hann er einna mjóstur
(Krah-eiðið); hafa bæði Englendingar og Erakkar látið skoða
þetta eiði, en mönnum þykir þó enn sem komið er varla
tiltækilegt að grafa skurðinn, því þeir halda að hagsmun-
irnir samsvari ekki kostnaði.
fó að Malediv-eyjarnar hggi á verzlunarleiðinni miðri
suðvestur af Indlandi, þá eru þær þó mjög lítt kunnar; nokkr-
ir enskir sjóliðsforingjar mældu nokkuð af eyjunum 1834—
36, en síðan bafa menn nærri ekkert fengið að vita um
eyjarnar eða eyjaskeggja; það, sem um þær er sagt í land-
fræðisbókum, er mestmegnis tekið eptir frásögnum hins
arabiska ferðamanns Ibn Batuta (á 14. öld) og lýsingu Pyrard
de Laval’s, sem dvaldi þar í ð ár, 1602—1607. Svo óljósa
þekkingu hafa menn á eyjunum, að sumir telja íbúana 20
þúsundir, en aðrir 200 þúsundir. Nú hefir stjórnin á Ceyl-
on látið safna öllu því saman í eina bók, sem menn þar
vita um eyjarnar, og hefir þekking Európumanna á eyjun-
um töluvert aukizt við það, þó því fari fjarri, að menn
þekki þær vel.
l>að er enginn hægðarleikur, að rannsaka Arabíu; íbú-
arnir eru þar víða svo grimmir og svo rammir Múhameds-
menn, að þeir ofsækja alla kristna menn og drepa þá, ef
þeir geta; þó hafa margir Európumenn farið þar um
huldu höfði og í dularklæðum; hafa sumir verið drepnir,
en sumir hafa komizt burtu heilir á húfi, og hafa gétað
frætt menn um landið; þannig hafa menn lært að þekkja
mikla hluta af Arabíu, þó að margt sé þar órannsakað enn.